fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Lík fannst í náttúrulaug á Tenerife

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. febrúar 2025 15:30

Frá Tenerife.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjúkralið á Tenerife fann í gær, fimmtudag, lík 42 ára gamals Pólverja í berghylnum og náttúrulauginni Charco del Tancón á Tenerife. Canarian Weekly greinir frá.

Lík mannsins flaut á vatninu er viðbragðsaðilar komu á vettvang. Var kallaður til sjúkrabíll og sjúkraþyrla auk þess sem lögregla kom á vettvang. Var náð í líkið út á vatnið og það fært upp á strönd.

Charco del Tancón þykir vera hættulegur berghylur því þar getur vatnshæð breyst mjög snögglega sem gerir svæðið varasamt. Engu að síður hefur laugin verið lofuð á samfélagsmiðlum sem frábær sundstaður og nýtur vinsælda. Yfirvöld hafa hvað eftir annað varað við því að synt sé í náttúrulaugunni þar sem óútreiknanlegir hafstraumar hafa valdið þar mörgum banaslysum á undanförnum árum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu