fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Ragnar Þór svarar fyrir biðlaunin – „Hef fullan skilning á því að þetta slái fólk illa“ 

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 25. febrúar 2025 11:20

Ragnar Þór Ingólfsson, þingmaður Flokks Fólksins og fyrrverandi formaður VR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfslokauppgjör Ragnars Þórs Ingólfssonar frá VR, biðlaun og ótekið orlof, nam um 10 milljónum króna, eins og miðlar greindu frá í morgun. Ragnar Þór, sem settist á þing fyrir Flokk fólksins eftir síðustu alþingiskosningar, hefði getað afþakkað biðlaunin í ljósi þess að hann var kominn með nýja vinnu á Alþingi.

Það gerði Ragnar Þór hins vegar ekki. Hann átti rétt á sex mánaða biðlaunum samkvæmt ráðningasamningi og óskaði hann eftir eingreiðslu þeirra og hefur uppgjörið þegar farið fram.

Sjá einnig: Segja Ragnar Þór hafa þegið biðlaun upp á um 10 milljónir króna samhliða þingfarakaupi

Ragnar Þór segist vilja koma sínum sjónarmiðum á framfæri og forsögu málsins, meðal annars að hann hafi tekið á sig launalækkun í formannstíð sinni hjá VR.

„Þegar ég tók við embætti sem formaður VR í mars 2017 tók ég ákvörðun um að lækka laun mín um 300.000 á mánuði en ein af forsendum þess var að halda öðrum réttindum eins og biðlaunum sem eru alla jafna 6 mánuðir hjá forystufólki innan verkalýðshreyfingarinnar.

Í mars 2019 tók ég við formennsku í Landssambandi íslenskra verslunarmanna og fór ég fram á að launin yrðu helminguð. Þing LÍV samþykkti hinsvegar að lækka þau um aðeins 25% sem eru 100.000 á mánuði. Samtals lækkaði ég laun mín um 400 þúsund á mánuði.

Á þeim rétt 8 árum sem ég gegndi formennsku í VR, og 6 árum í LÍV, tók ég aldrei meiri hækkun launa en kjarasamningar kváðu um. Reyndar afsalaði ég mér launahækkunum í kringum lífskjarasamninginn 2019.

Ég tók þetta saman að samtals lækkaði ég laun mín á þessu tímabili um 40,6 milljónir, sem VR/LÍV greiddi mér í lægri launum en annars hefði.“ 

Í færslu sem Ragnar Þór skrifar á Facebook segir hann að ástæðan fyrir því að hann og eiginkona hans hafi ákveðið að halda biðlaununum hafi fyrst og fremst verið sú að hann hafi litið á biðlaunin sem mjög tímabundna, afkomutryggingu, þar sem forystufólk í verkalýðshreyfingunni hefur jafnan átt erfitt uppdráttar á vinnumarkaði eftir starfslok.

„Þar sem starfið felst í grunninn um aðhald gegn samtökum atvinnulífsins og fleiri samtökum sérhagsmuna. Þeir formenn sem hafa gengið harðar fram en almennt þekkist eru því í veikari stöðu með framtíðaratvinnu en aðrir og eru fjölmörg dæmi um það.

Sem fimm barna faðir og líklega sá forystusauður innan verkalýðshreyfingarinnar sem gengið hefur hvað harðast fram gegn þeim sem allt eiga, og öllu ráða, í íslensku samfélagi tel ég mig vera berskjaldaðri en margir aðrir í minni stöðu.“ 

Segir hann þau hjónin hafa lagt biðlaunin inn á neyðarsjóð fjölskyldunnar og nýta hann þegar þess verður þörf.

„Ég bý ekki við þann lúxus að geta farið í leyfi, eins og opinberir starfsmenn, og gengið að starfi eftir að þingsetu líkur eða þeim réttindum sem því fylgja, eins og biðlaunum.

Hvað upphæðir varðar þá snúast þær um sex mánaða laun hjá VR eða um 8 milljónir fyrir skatt. Ég gengdi trúnaðarstörfum fyrir VR í 16 ár. Þetta er hluti af þeim starfskjörum sem ég samdi um í upphafi formannstíðar minnar, með hliðsjón af því að lækka launin umtalsvert á móti.

Ég hef fullan skilning á því að þetta slái fólk illa en vildi koma sjónarmiðum mínum á framfæri og forsögu málsins.“ 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“