fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Fréttir

Lýsa yfir vanþóknun á ósannindum sveitarfélaganna og skora á stjórnarmenn að gera grein fyrir afstöðu sinni

Ritstjórn DV
Laugardaginn 22. febrúar 2025 12:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Kennarasambands Íslands (KÍ) skorar á fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) að greina frá afstöðu sinni til innanhússtillögu ríkissáttasemjara. Þetta kemur fram í tilkynningu stjórnar Kí.

„Það skiptir miklu máli, fyrir alla þá sem deilan snertir, að afstaða fulltrúa sveitarfélaganna sé algerlega ljós.“

Stjórnarmenn í SÍS eru:

  • Heiða Björg Hilmisdóttir, Reykjavík (studdi tillögu)
  • Einar Þorsteinsson, Reykjavík
  • Hildur Björnsdóttir, Reykjavík
  • Rósa Guðbjartsdóttir, Hafnarfirði
  • Einar Brandsson, Akranesi
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir, Ísafirði
  • Freyr Antonsson, Dalvíkurbyggð
  • Jón Björn Hákonarson, Fjarðabyggð
  • Margrét Ólöf A. Sanders, Reykjanesbæ
  • Walter Fannar Kristjánsson, Flóahreppi.

KÍ lýsir jafnframt yfir vanþóknun sinni á „þeim ósannindum“ sem birtust í yfirlýsingu SÍS í gær þar sem sagði að framsetning innanhússtillögu ríkissáttasemjara hafi ekki verið með samþykki stjórnar eða samninganefndar.

„Hið rétta er að formaður samninganefndar sveitarfélaga var sammála formanni viðræðunefndar KÍ og ríkissáttasemjara, á fundi sem haldinn var í húsnæði ríkissáttasemjara fimmtudaginn 20. febrúar, um að rétt væri að leggja fyrrnefnda innanhússtillögu fyrir samninganefndir samningsaðila og að svar við henni yrði að berast samdægurs.

Stjórn KÍ lítur rangfærslur af þessum toga alvarlegum augum. Þær rýra traust milli samningsaðila og ber að leiðrétta tafarlaust.“ 

Magnús Þór Jónasson, formaður KÍ, sagði í gær að höfnun samninganefndar SÍS á innanhússtillögu hefði ekkert haft með peninga að gera heldur pólitík. Þar hafi sellur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar komið í veg fyrir að samningar næðust.

„Við erum komin á þann stað að það eru einhverjar sellur í stjórn sambandsins leiddar af Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum farnar að líkamna það að við séum komin í pólitík. Þetta snýst ekkert í okkar huga lengur um peninga heldur pólitík,“ sagði Magnús í samtali við fréttastofu Vísis.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?
Fréttir
Í gær

Úrval Útsýn svarar kalli um björgunarfargjöld

Úrval Útsýn svarar kalli um björgunarfargjöld
Fréttir
Í gær

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum
Fréttir
Í gær

Kæru Sameindar hafnað – Konukot fær að rísa í Ármúla

Kæru Sameindar hafnað – Konukot fær að rísa í Ármúla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt úthverfi sem útilokar möguleika 62% heimila á að eiga bíl

Nýtt úthverfi sem útilokar möguleika 62% heimila á að eiga bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil óánægja meðal foreldra með Kópavogsmódelið – Saka bæjaryfirvöld um að fegra stöðuna

Mikil óánægja meðal foreldra með Kópavogsmódelið – Saka bæjaryfirvöld um að fegra stöðuna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný afbrigði COVID láta á sér kræla með sársaukafullum einkennum

Ný afbrigði COVID láta á sér kræla með sársaukafullum einkennum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Franskir hermenn réðust um borð í skip sem tilheyrir skuggaflota Rússa – Talið tengjast dularfullu drónaflugi sem valdið hefur usla

Franskir hermenn réðust um borð í skip sem tilheyrir skuggaflota Rússa – Talið tengjast dularfullu drónaflugi sem valdið hefur usla