fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Fréttir

Verkföll boðuð í Hafnarfirði og Fjarðabyggð

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 20. febrúar 2025 07:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félagsfólk FL, sem starfar í leikskólum í Hafnarfirði og Fjarðabyggð hefur samþykkt að fara í verkfall í mars, hafi samningar ekki náðst.

Yfirgnæfandi meirihluti félagsfólks Félags leikskólakennara (FL), sem starfar annars vegar hjá Hafnarfjarðarkaupstað og hins vegar hjá Fjarðabyggð, hefur samþykkt boðun verkfalls í marsmánuði, hafi samingar ekki náðst. Upphafsdagur verkfalls í Hafnarfirði verður 17. mars og 24. mars í Fjarðabyggð. Verkföllin verða ótímabundin.

Í tilkynningu á vef Kennarasambands Íslands kemur fram að atkvæðagreiðsla í báðum sveitarfélögum hafi byrjað á mánudag, 17. febrúar, og lauk henni á hádegi í gær. Þátttaka var í báðum tilfellum góð, eða yfir 80 prósent. 100% sögðu já í öðru sveitarfélaginu og 98% í hinu.

Þá skellur ótímabundið verkfall á í leikskólum Kópavogsbæjar 3. mars næstkomandi, hafi samningar ekki náðst.

Þá er þess getið í tilkynningunni að félagsfólk FL, sem starfar í Leikskóla Snæfellsbæjar, hefur verið í verkfalli síðan 1. febrúar síðastliðinn.

Verkfallsboðanir annarra aðildarfélaga KÍ:

Boðuð hafa verið verkföll í fimm framhaldsskólum; Borgarholtsskóla, Fjölbrautaskóla Snæfellinga, Menntaskólanum á Akureyri, Verkmenntaskólanum á Akureyri og Verkmenntaskóla Austurlands næsta föstudag, 21. febrúar, hafi samningar ekki náðst. Um ótímabundin verkföll er að ræða.

Félagsfólk í Félagi kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, sem starfar í Tónlistarskóla Akureyrar, hefur jafnframt samþykkt boðun verkfalls frá og með næsta föstudegi, 21. febrúar. Verkfallið verður tímabundið og stendur til og með 4. apríl, hafi samningar ekki náðst.

Félagsfólk í Félagi grunnskólakennara (FG) og Skólastjórafélagi Íslands (SÍ), sem starfar hjá sveitarfélögunum Ölfusi, Hveragerðisbæ og Akraneskaupstað, hefur jafnframt samþykkt verkfallsboðun frá 3. mars næstkomandi. Verkfallsboðun nær einnig til félagsfólks sem starfar á skólaskrifstofum sveitarfélaganna. Verkföll grunnskólafélaganna verða tímabundin og standa til og með 21. mars 2025.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?
Fréttir
Í gær

Úrval Útsýn svarar kalli um björgunarfargjöld

Úrval Útsýn svarar kalli um björgunarfargjöld
Fréttir
Í gær

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum
Fréttir
Í gær

Kæru Sameindar hafnað – Konukot fær að rísa í Ármúla

Kæru Sameindar hafnað – Konukot fær að rísa í Ármúla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt úthverfi sem útilokar möguleika 62% heimila á að eiga bíl

Nýtt úthverfi sem útilokar möguleika 62% heimila á að eiga bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil óánægja meðal foreldra með Kópavogsmódelið – Saka bæjaryfirvöld um að fegra stöðuna

Mikil óánægja meðal foreldra með Kópavogsmódelið – Saka bæjaryfirvöld um að fegra stöðuna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný afbrigði COVID láta á sér kræla með sársaukafullum einkennum

Ný afbrigði COVID láta á sér kræla með sársaukafullum einkennum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Franskir hermenn réðust um borð í skip sem tilheyrir skuggaflota Rússa – Talið tengjast dularfullu drónaflugi sem valdið hefur usla

Franskir hermenn réðust um borð í skip sem tilheyrir skuggaflota Rússa – Talið tengjast dularfullu drónaflugi sem valdið hefur usla