fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Norah Jones á leið til Íslands – Stórtónleikar í Hörpu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. febrúar 2025 09:04

Norah Jones. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska tónlistarkonan Norah Jones er væntanleg til Íslands í sumar og mun hún halda stórtónleika í Eldborgarsal Hörpu fimmtudaginn 3. júlí næstkomandi.

Norah er mörgum að góðu kunn en hún er margfaldur Grammy-verðlaunahafi auk þess að hafa gefið út fjölmargar plötur á farsælum ferli sínum.

Í tilkynningu frá tónleikahöldurum kemur fram að fyrsta plata hennar, Come Away With Me, hafi komið út árið 2002.

„Hún vann hug og hjörtu heimsins með sinni einstöku rödd og fékk meðal annars GRAMMY-verðalaunin árið 2003 fyrir bestu plötu ársins, GRAMMY-verðlaun fyrir lag ársins og eins verðlaun sem Besti nýi listamaðurinn . Come away hefur selst í tæpum 30 milljónum eintaka og er ein söluhæsta plata allra tíma. Síðan þá hefur Norah Jones unnið 10 GRAMMY-verðlaun (nú síðast fyrir nýju plötuna VISONS) og tilnefnd 20 sinnum. Hún hefur selt meira en 53 milljónir platna og lög hennar hafa verið streymt tíu milljarða sinnum um heim allan.“

Hún hefur gefið út fjöldann allan af frábærum og vinsælum sólóplötum — Feels Like Home (2004), Not Too Late (2007), The Fall (2009), Little Broken Hearts (2012), Day Breaks (2016), Pick Me Up Off The Floor (2020), tónleikaútgáfan ‘Til We Meet Again (2021), jólaplötuna I Dream Of Christmas (2021) og Visions (2024). Árið 2022 stofnaði Jones sitt eigið hlaðvarp, Norah Jones Is Playing Along, þar sem hún spjallar á skemmtilegu nótunum við uppáhaldstónlistamenn sína.

Miðasala hefst föstudaginn 21. febrúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“