fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Lesendur DV vilja Sönnu sem borgarstjóra – Katrín Jakobsdóttir ofarlega á blaði

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 13. febrúar 2025 13:30

Katrín Jakobsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Heiða Björg Hilmisdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sanna Magdalena Mörtudóttir er áberandi vinsælasti kandítatinn til þess að verða borgarstjóri að mati lesenda DV. Hlaut hún þrisvar sinnum fleiri atkvæði í óformlegri kosningu á vef DV.

Í gær gerði DV könnun á því hvern lesendur vildu sjá í stól borgarstjóra í líklegum meirihluta fimm félagshyggjuflokka sem nú ræða saman. Það er Samfylkingu, Pírötum, Vinstri grænum, Flokki fólksins og Sósíalistum. Boðið var upp á oddvita flokkanna sem og nokkur stór nöfn af vinstri vængnum sem gætu komið inn sem faglegur utanaðkomandi borgarstjóri.

Hafa ber í huga að möguleikinn „Enga af ofangreindum“ fékk langsamlega flest atkvæði. Það er 54,35 prósent þegar þetta er skrifað. En þegar kemur að þeim sem upp var stillt sést að Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins, er langvinsælust. Fékk hún 22,1 prósent. Athygli vekur að oddvitar þriggja borgarstjórnarflokka fá mjög lítinn stuðning í könnuninni.

Í öðru sæti var Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra Vinstri grænna, með 7,96 prósent. En lítið hefur farið fyrir Katrínu eftir að hún sagði af sér embætti og tapaði í kjölfarið forsetakosningunum í sumar.

Í þriðja sæti var Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingar, með 5,36 prósent en hún gegnir einnig stöðu formanns borgarráðs og formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Í fjórða sæti var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir með 3,50 prósent. Ingibjörg Sólrún var borgarstjóri R-listans árin 1994 til 2003 og síðar utanríkisráðherra Samfylkingar.

Í fimmta sæti var Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingar, með 1,79 prósent.

Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna fékk 1,53 prósent, Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata 1,3 prósent, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar 0,89 prósent, Helga Þórðardóttir oddviti Flokks fólksins 0,82 prósent, Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna 0,74 prósent og Drífa Snædal talskona Stígamóta og fyrrverandi forseti ASÍ rak lestina með 0,52 prósent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Í gær

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“