fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Þessir fimm framhaldsskólar eru á leið í verkfall

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 5. febrúar 2025 16:10

Menntaskólinn á Akureyri er einn hinna fimm. Mynd/Kristján J. Kristjánsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kennarasamband Íslands hefur boðað verkföll í fimm framhaldsskólum. Verkföllin munu hefjast þann 21. febrúar ef samningar nást ekki við ríkið um kaup og kjör.

Umræddir skólar eru Borgarholtsskóli, Menntaskólinn á Akureyri (MA), Verkmenntaskólinn á Akureyri (VMA), Fjölbrautaskóli Snæfellinga og Verkmenntaskóli Austurlands. Verkföllin eru ótímabundin.

Atkvæðagreiðsla um verkfallið fór fram dagana 3. til 5. febrúar. Kjörsókn var mikil og tillaga um verkfall samþykkt með miklum mun að sögn sambandsins.

Um er að ræða aðra lotu verkfalla í framhaldsskólum. En fyrir áramót fóru Menntaskólinn í Reykjavík (MR) og Fjölbrautaskóli Suðurlands (FSu) í tímabundin verkföll.

Auk framhaldsskólanna fimm mun verkfall hefjast í Tónlistarskólanum á Akureyri þann 21. febrúar. Það verkfall stendur til 4. apríl að óbreyttu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir þetta bestu fjárfestingu einstaklinga – „Þá fer þetta á autopilot“

Segir þetta bestu fjárfestingu einstaklinga – „Þá fer þetta á autopilot“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Óðu grímuklæddir inn í herbergi á Akureyri og skelfdu mann sem var að gefa ketti

Óðu grímuklæddir inn í herbergi á Akureyri og skelfdu mann sem var að gefa ketti
Fréttir
Í gær

Læknir sviptur starfsleyfi – Sagður hafa lagt sjúklinga í hættu

Læknir sviptur starfsleyfi – Sagður hafa lagt sjúklinga í hættu
Fréttir
Í gær

Myndir og myndband af arabískum mönnum á Íslandi í dreifingu – Einn virðist veifa hríðskota- og skammbyssu – Þrír handteknir vegna málsins

Myndir og myndband af arabískum mönnum á Íslandi í dreifingu – Einn virðist veifa hríðskota- og skammbyssu – Þrír handteknir vegna málsins
Fréttir
Í gær

Strætó ók á rútu við Fjörð

Strætó ók á rútu við Fjörð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir flugöryggi ógnað

Segir flugöryggi ógnað