fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fréttir

Þessir fimm framhaldsskólar eru á leið í verkfall

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 5. febrúar 2025 16:10

Menntaskólinn á Akureyri er einn hinna fimm. Mynd/Kristján J. Kristjánsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kennarasamband Íslands hefur boðað verkföll í fimm framhaldsskólum. Verkföllin munu hefjast þann 21. febrúar ef samningar nást ekki við ríkið um kaup og kjör.

Umræddir skólar eru Borgarholtsskóli, Menntaskólinn á Akureyri (MA), Verkmenntaskólinn á Akureyri (VMA), Fjölbrautaskóli Snæfellinga og Verkmenntaskóli Austurlands. Verkföllin eru ótímabundin.

Atkvæðagreiðsla um verkfallið fór fram dagana 3. til 5. febrúar. Kjörsókn var mikil og tillaga um verkfall samþykkt með miklum mun að sögn sambandsins.

Um er að ræða aðra lotu verkfalla í framhaldsskólum. En fyrir áramót fóru Menntaskólinn í Reykjavík (MR) og Fjölbrautaskóli Suðurlands (FSu) í tímabundin verkföll.

Auk framhaldsskólanna fimm mun verkfall hefjast í Tónlistarskólanum á Akureyri þann 21. febrúar. Það verkfall stendur til 4. apríl að óbreyttu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Róbert: Reykjavík eina höfuðborg Norðurlanda með alla borgarfulltrúa í fullu starfi

Róbert: Reykjavík eina höfuðborg Norðurlanda með alla borgarfulltrúa í fullu starfi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Stjórnarþingmaður segir símabann í skólum gagnslaust – Borgarfulltrúi ekki sammála – „Jákvæðara að unglingar fari í göngutúr til að vera í símanum“

Stjórnarþingmaður segir símabann í skólum gagnslaust – Borgarfulltrúi ekki sammála – „Jákvæðara að unglingar fari í göngutúr til að vera í símanum“
Fréttir
Í gær

Skoða ætti flugeldanotkun ofan í kjölinn æsingalaust – „Hátt í tugur hættulegra þungmálma sem eyðast ekki“

Skoða ætti flugeldanotkun ofan í kjölinn æsingalaust – „Hátt í tugur hættulegra þungmálma sem eyðast ekki“
Fréttir
Í gær

Óvíst hvort og hvenær hægt verður að sækja líkamsleifar Kjartans

Óvíst hvort og hvenær hægt verður að sækja líkamsleifar Kjartans
Fréttir
Í gær

„Menn sem aka svona „drekum“ hljóta að hafa efni á að borga í samræmi við það“

„Menn sem aka svona „drekum“ hljóta að hafa efni á að borga í samræmi við það“
Fréttir
Í gær

Baldur segir auknar líkur á að Bandaríkin taki yfir Grænland – „Ísland myndi blandast inn í þetta“

Baldur segir auknar líkur á að Bandaríkin taki yfir Grænland – „Ísland myndi blandast inn í þetta“