fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Félagarnir af Kjarnanum sameinast hjá Samfylkingunni

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 4. febrúar 2025 11:06

Þórður Snær Júlíusson og Arnar Þór Ingólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Ingólfsson, verðlaunablaðamaður af Heimildinni, hefur hafið störf sem starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar samkvæmt vefsíðu Alþingis. Þar hittir Arnar Þór fyrir náinn samstarfsmann sinn, Þórð Snæ Júlíusson, sem nýlega tók við sem framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar.

Arnar Þór, sem er stjórnmálafræðingur að mennt, var ráðinn til netmiðilsins Kjarnans árið 2020 sem Þórður Snær ritstýrði og stofnaði ásamt viðskiptafélögum sínum. Kjarninn sameinaðist svo Stundinni, svo úr varð Heimildin, í árslok 2022 og þar starfaði Arnar Þór fram að vistaskiptunum yfir í pólitíkina.

Þórður Snær ritstýrði Heimildinni til fram til júlíloka á síðasta ári eftir harða valdabaráttu í yfirstjórn miðilsins. Skellti hann sér svo í framboð fyrir Samfylkinguna en í miðri kosningabaráttu komu rætin skrif hans á gamla bloggsíðu upp á yfirborðið og urðu þau til þess að hann lýsti því yfir að hann hyggðist ekki taka þingsæti ef hann myndi ná kjöri. Það gekk eftir en þess í stað var Þórður Snær ráðinn í áðurnefnda framkvæmdastjórastöðu hjá stjórnmálaflokknum.

Þórður Snær og Arnar Þór voru í hópi fimm blaðamanna sem fengu réttarstöðu sakborning í síma- og byrlunarmálinu. Rannsókn málsins stóð yfir um þriggja ára skeið en var felld niður í byrjun október á síðasta ár.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sigmar um auglýsingar SFS – „Eitt fallegasta sjálfsmark sem hefur verið skorað á þessari öld“

Sigmar um auglýsingar SFS – „Eitt fallegasta sjálfsmark sem hefur verið skorað á þessari öld“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Í gær

Síbrotakona heldur nágrönnum sínum í heljargreipum – Sögð hafa brotist inn í hverja einustu íbúð og geymslu í húsinu

Síbrotakona heldur nágrönnum sínum í heljargreipum – Sögð hafa brotist inn í hverja einustu íbúð og geymslu í húsinu
Fréttir
Í gær

Lögregla og sjúkralið kölluð á skemmtistað en fengu óvæntar móttökur

Lögregla og sjúkralið kölluð á skemmtistað en fengu óvæntar móttökur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrafn Bragason hæstaréttardómari er látinn

Hrafn Bragason hæstaréttardómari er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins