fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Óhugnanlegt ofbeldismál – Hlekkjuðu barnunga syni við rúm

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 6. september 2024 16:30

Rodriguez og Viera-Guevara voru handtekin í Virginíufylki. Mynd/Fairfax lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Par hefur verið handtekið í Virginíufylki vegna ofbeldis gegn tveimur sonum konunnar. Drengirnir voru hlekkjaðir á heimilinu en náðu að hafa samband við systur sína.

Bandaríska fréttastofan Fox News greinir frá þessu.

Franklin Arquimedes Viera-Guevara, 29 ára, og Wendi Del Cid Rodriguez, 46 ára, voru handtekin í bænum Groveton í Virginíu eftir að lögregla fann syni Rodriguez hlekkjaða á heimili þeirra þann 15. ágúst síðastliðinn.

Annar drengjanna hafði náð að sækja farsíma og taka mynd af hlekkjunum. Sendu þeir myndina á systur þeirra sem hringdi strax á neyðarlínuna.

Þegar lögreglumenn komu á staðinn og bönkuðu á dyrnar heyrðu þeir hringl í hlekkjum. Þegar dyrnar voru opnaðar sáu lögreglumennirnir tvo drengi, 7 og 9 ára gamla, sem voru hlekkjaðir um ökklana við barnarúm.

Viera-Guevara, sem er ólöglegur innflytjandi frá El Salvador, og Rodriguez voru handtekin og eiga yfir höfði sér ákæru vegna ofbeldisbrota gegn börnum og brottnámi þeirra. Þá hefur Viera-Guevara einnig verið kærður fyrir að hafa komið ólöglega til landsins, en honum hefur áður verið vísað frá Bandaríkjunum.

Viera-Guevara og Rodriguez sögðu lögreglu að þau hefðu aðeins hlekkjað drengina í stuttan tíma til þess að hræða þá. Það er til þess að þeir myndu ekki strjúka af heimilinu.

Meðleigjandi þeirra sagði þetta hins vegar ekki rétt. Þau hefðu hlekkjað drengina og skilið þá eftir eina þegar þau fóru af heimilinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast