fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Fréttir

Manndrápstilraun í Vesturbænum – Sagði parið hafa verið að atast í sér og særði manninn lífshættulega

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 5. september 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Réttað verður yfir manni, sem sakaður er um manndrápstilraun á mótum Hofsvallagötu og Hringbrautar í vetur, í Héraðsdómi Reykjavíkur næstkomandi mánudag.

Birtur hefur verið gæsluvarðhaldsúrskurður yfir manninum þar sem gæsluvarðhald hans er framlengt til 23. september. Atvikið átti sér stað að nóttu 20. janúar en par hafði afskipti af manninum og bað hann um að gæta að sér vegna þess að hann var á gangi úti á miðri akbraut. Maðurinn brást við með því að ráðast á fólkið. Í úrskurðinum er atvikinu lýst með eftirfarandi hætti:

„Brotaþoli og vinkona hans lýsa atvikum með þeim hætti að þau hafi veitt ákærða athygli er þau voru á leið heim úr miðbænum þar sem hann hafi gengið á miðri götu og þeim fundist hann vera að stefna sjálfum sér í hættu. Er brotaþoli reyndi að ná sambandi við ákærða hafi ákærði slegið til brotaþola svo höggið kom í öxl hans og stuttu síðar hafi ákærði slegið brotaþola í síðuna. Brotaþoli og vitnið hafi í kjölfarið hlaupið undan ákærða og er þau hafi stoppað hafi þau orðið þess vör að brotaþoli var með stungusár bæði á öxlinni og síðunni.

Framburður ákærða er á þann veg að hann kannast óljós við að hafa hitt aðila sem hann hafi lent í útistöðu við en taldi þá hafa ráðist á sig og stungið sig í hendina en á hendi ákærða mátti sjá ferskan skurð. Ákærði kannast við að hafa hitt par sem hafi verið að atast í sér en taldi það hafa verið á […]. Ákærði segist ekki muna eftir að hafa verið á […] þar sem honum er gefið að sök að hafa ráðist á brotaþola.“

Blóðugur hnífur fannst heima hjá honum

Lögregla fann blóðugan hníf heima hjá manninum og játaði hann að hafa haft hnífinn meðferðis um nóttina. Á fatnaði brotaþola fannst blóð bæði úr honm sjálfum og úr hinum ákærða.

Brotaþolinn var fluttur á bráðamóttöku með sjúkrabíl og hlaut hann lífshættulega áverka. Var árásarmaðurinn ákærður þann 10. apríl síðastliðinn fyrir tilraun til manndráps. Í úrskurðinum segir að það sé mat héraðssaksóknara að það myndi misbjóða réttlætiskennd almennings ef maðurinn gengi laus og væri til þess fallið að valda hneykslun og óróa í samfélaginu ef maður sem grunaður er um svo alvarlegt ofbeldisbrot gangi laus áður en málinu er lokið með dómi.

Árásarmaðurinn nýtur nafnleyndar

Hinn ákærði hefur ekki verið nafngreindur í þeim gögnum málsins sem fjölmiðlar hafa aðgang að. Nafn hans er hreinsað úr ákæru og kemur ekki fyrir í dagskrá á vef dómstólanna. Hefur DV þó fengið staðfest frá héraðssaksóknara að maðurinn er yfir lögaldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“
Fréttir
Í gær

Svarar Snorra fullum hálsi og segir ungt fólk eiga betra skilið en hann

Svarar Snorra fullum hálsi og segir ungt fólk eiga betra skilið en hann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Hugur minn stendur til að bjóða þetta eldissvæði út þegar matið liggur fyrir“

„Hugur minn stendur til að bjóða þetta eldissvæði út þegar matið liggur fyrir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Helga hafa leikið fórnarlamb meðan mál hans voru til skoðunar – Hafi aldrei verið undir raunverulegri ógn af hálfu Khourani

Segir Helga hafa leikið fórnarlamb meðan mál hans voru til skoðunar – Hafi aldrei verið undir raunverulegri ógn af hálfu Khourani
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af