fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Íslendingar á Spáni hvattir til að vera á varðbergi þegar þeir aka frá flugvellinum í Alicante

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 5. september 2024 11:30

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar eru hvattir til að sýna varkárni þegar ekið er frá flugvellinum í Alicante. Frásögn breskrar konu, Lindu Edwards, hefur vakið talsverða athygli eftir að henni var deilt í Facebook-hópinn Íslendingar á Spáni Costa Blanca.

Í færslunni segir Linda að hún og eiginmaður hennar hafi verið á ferð á hinum fjölfarna N332 vegi frá flugvellinum í Alicante upp úr klukkan 22 á sunnudagskvöld. Þegar þau voru skammt frá Torrevieja segir Linda að ökumaður í bíl fyrir aftan þeirra hafi byrjað að blikka háu ljósunum á fullu.

„Við pældum ekkert í þessu til að byrja með en hann var ýtinn. Þegar við töldum öruggt að stoppa bílinn þá gerðum við það og skrúfuðum rúðuna aðeins niður. Hann stöðvaði bílinn við hliðina á okkar og sagði, á bjagaðri ensku, að það væri einhver leki úr bílnum. Hann virtist bíða eftir einhvers konar viðbrögðum en við þökkuðum honum bara fyrir að láta okkur vita. Ég sagði manninum mínum að keyra áfram því ég fékk þá tilfinningu að ekki væri allt með felldu.“

Linda segir að maðurinn hafi tjáð henni að allir mælar í bílnum virtust vera í lagi. Eldsneytistankurinn var fullur og mælirinn sem sýnir hitastig vélarinnar í jafnvægi. „Þannig að það var augljóslega ekkert aðkallandi í gangi. Fyrir utan þetta þá skildi ég ekki hvernig hann gat séð einhvern leka úr bílnum í myrkrinu. Það voru ekki einu sinni ljósastaurar á þessu svæði,“ segir hún.

Linda segir að morguninn eftir hafi þau skoðað bílinn í þaula og ekki séð neinn leka frá honum eða vandamál af einhverju öðru tagi.

„Síðan þá hef ég komist að því að þetta er bara svindl. Bílstjórar eiga það til að örvænta þegar þeim er sagt að bíllinn sé bilaður og fara oftar en ekki út til að athuga sjálfir. Þá eru þeir rændir,“ segir hún. Hvetur hún vegfarendur til að fara að öllu með gát þegar ekið er á þessum slóðum.

„Ég veit ekki hvort þessir óprúttnu aðilar fylgist sérstaklega með bílaleigubílum eða fái einhvers konar upplýsingar um þá. Ég hef samt áhyggjur af því að einhver eldri ökumaður verði hugsanlega fyrir barðinu á þeim,“ segir hún.

Færslan hefur sem fyrr segir vakið talsverða athygli meðal Íslendinga á Costa Blanca og segir til dæmis ein íslensk kona þekkja fólk sem lenti í þessum svikahröppum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Í gær

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast