fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fréttir

Vonir um vaxtalækkun í næstu viku

Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. september 2024 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Ingi Jóhannesson fjármálaráðherra segist vongóður um að Seðlabankinn lækki stýrivexti í næstu viku vegna lækkunar verðbólgu. RÚV greinir frá.

„Staðreyndin er auðvitað sú að við höfum séð þessa kólnun eiga sér stað. Við höfum meira kannski haft áhyggjur af því að hún gæti orðið mjög snögg og alvarleg, en enn þá náum við að tryggja að ástandið er mjög gott, óvanalega gott,“ segir Sigurður.

Verðbólga mælist nú 5,4 prósent og hefur minnkað um 0,6 prósent frá síðasta mánuði. Hefur verðbólga ekki verið lægri síðan í lok árs 2021.

Nýtilkomnar gjaldfrjálsar skólamáltíðir vega þungt í þessari lækkun verðbólgu. Í ljósi þessa varar Katrín Ólafsdóttir, dósent í hagfræði við Háskólann í Reykjavík, við því að fólk geri sér of miklar væntingar um vaxtalækkanir. Í raun sé ekki að eiga sér stað mikil lækkun á undirliggjandi vísitölu heldur sé lækkun verðbólgu tilkomin vegna tímabundinna lækkana. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir sé aðgerð sem aðeins sé framkvæmd einu sinni og auk þess vegi þungt lækkun fargjalda, sem eigi til að hækka og lækka í gegnum árið.

Stýrivextir eru núna 9,25% og hafa haldist þar í heilt ár. Seðlabankinn tekur ákvörðun um stýrivexti í næstu viku. Þeir hafa ekki verið lækkaðir síðan árið 2020, en þá voru þeir í sögulegu lágmarki.

Katrín telur að peningastefnunefnd Seðlabankans íhugi vaxtalækkun en hún telur rétt að stilla væntingum í hóf.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslendingar erlendis bíða sumir í ofvæni eftir rafrænum lyfjaávísunum milli landa

Íslendingar erlendis bíða sumir í ofvæni eftir rafrænum lyfjaávísunum milli landa
Fréttir
Í gær

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðný vandar um við fjölmiðla, dómstóla og löggjafann með orðalag – „Þetta er alltaf ofbeldi“

Guðný vandar um við fjölmiðla, dómstóla og löggjafann með orðalag – „Þetta er alltaf ofbeldi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óhugnanleg ráðgáta á barnaspítala – Grunur um tilraun til fjöldamorðs

Óhugnanleg ráðgáta á barnaspítala – Grunur um tilraun til fjöldamorðs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“