fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Fréttir

Handvömm varð til þess að mál Alberts fór ekki á dagskrá Héraðsdóms

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. september 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var greint frá því að aðalmeðferð í máli knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar færi fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun og föstudag. Vísir greindi fyrst frá málinu en athygli vakti að mál knattspyrnumannsins var hvergi að finna í dagskrá dómstólsins sem aðgengileg er á vef dómstólsins. Yfirleitt má finna öll mál á dagskrá dómstólsins en séu þau viðkvæm af einhverjum ástæðum, til að mynda ef um kynferðisbrot er að ræða, þá eru nöfn hlutaðeigandi yfirleitt afmáð.

DV sendi fyrirspurn til Héraðsdóms og spurði út í ástæðu þess að málið var ekki að finna á áðurnefndri dagskrá og hvaða reglur giltu um slíkt. Í skriflegu svari við fyrirspurninni segir Björn L. Bergsson, starfandi dómsstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, að um handvömm hafi verið að ræða.

„Fyrir mistök sem áttu sér stað þegar verið var að bóka fyrirtökutíma málsins í málaskrárkerfi dómstólsins í ágúst láðist að standa þannig að verki að bókunin myndi birtast á vefsvæði dómstólsins. Þetta uppgötvaðist í gærmorgun og var án tafar bætt úr,“ skrifar Björn.

Málið er því komið á dagskrá dómstólsins á netinu en aðalmeðferðin hefst í fyrramálið. Albert er kominn til landsins frá Ítalíu og verður viðstaddur aðalmeðferðina.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Freyr stjórnarformaður og Ólafur Karl forstjóri KAPP

Freyr stjórnarformaður og Ólafur Karl forstjóri KAPP
Fréttir
Í gær

Söfnunarsíða fyrir Kjartan opnuð – „Góðu fréttirnar eru að hann er á lífi“

Söfnunarsíða fyrir Kjartan opnuð – „Góðu fréttirnar eru að hann er á lífi“
Fréttir
Í gær

Heiðursmorð í Hollandi: Faðir og synir hans fengu þunga fangelsisdóma

Heiðursmorð í Hollandi: Faðir og synir hans fengu þunga fangelsisdóma
Fréttir
Í gær

Innrás á heimili á Norðurlandi vestra – Bað manninn ítrekað um að fara

Innrás á heimili á Norðurlandi vestra – Bað manninn ítrekað um að fara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steindór lokaði á besta vin sinn sem var að eignast barn – „Hann er núna sár og ég skil það“

Steindór lokaði á besta vin sinn sem var að eignast barn – „Hann er núna sár og ég skil það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helgi Hrafn orðlaus yfir grein lögmannsins um Ísland og Trump – „Bara hingað og ekki lengra. Þetta er galið“

Helgi Hrafn orðlaus yfir grein lögmannsins um Ísland og Trump – „Bara hingað og ekki lengra. Þetta er galið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum