fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Leita áfram við erfiðar aðstæður

Ritstjórn DV
Mánudaginn 26. ágúst 2024 13:26

Frá vettvangi. Mynd/Landsbjörg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leit að tveimur ferðamönnum sem voru í íshelli á Breiðamerkurjökli í gær þegar hrundi úr honum stendur enn yfir. Aðstæður á svæðinu er erfiðar eins og myndin hér að ofan ber með sér.

Alls voru 25 ferðamenn af ýmsum þjóðernum á svæðinu þegar hrundi úr hellinum. Viðbragðsaðilar náðu tveimur í gær og var annar þeirra úrskurðaður látinn á vettvangi en hinn var fluttur slasaður með þyrlu á sjúkrahús.

Veður til leitar er gott en aðstæður á jöklinum erfiðar fyrir þá 60 björgunarsveitarmenn og viðbragðsaðila sem eru á vettvangi.

Sveinn Rúnar Kristjánsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, sagði í fréttum RÚV í morgun að þrjú teymi væru að vinna við mokstur og niðurbrot á ís. Þessi teymi vinni klukkutíma í senn. Þá sagði Sveinn að vinna stæði yfir við að bera kennsl á ferðamennina í hópnum en hann sagði í samtali við Vísi í morgun að ekki væri til fullur nafnalisti fyrir hópinn sem fór í skoðunarferðina í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ákærður fyrir hættulega líkamsárás á Litla-Hrauni

Ákærður fyrir hættulega líkamsárás á Litla-Hrauni
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ákærur yfirvofandi vegna netsölu áfengis

Ákærur yfirvofandi vegna netsölu áfengis
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu