fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Fréttir

Segir nær útilokað að það gjósi innan Grindavíkur

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 24. júlí 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir mjög ólíklegt og raunar nær útilokað að það gjósi innan Grindavíkur, en Veðurstofan hefur sagt þanng möguleika vera fyrir hendi.

Þetta kom fram á Bylgjunni í morgun.

Aðspurður um hvernig hann meti stöðuna núna segir Þorvaldur:

„Það hefur eitthvað hægst á landrisinu og við vitum að það hefur gerst áður rétt fyrir gos, að það hefur hægst aðeins á landrisinu, þannig að það er alveg einn möguleiki í stöðunni að við séum í rauninni að nálgast það að fara í eldgos. En hinn möguleikinn er auðvitað sá að þessi minnkun á landrisinu, hún tengist kannski stærri mynd, þannig að það sé enn að draga úr flæðinu að neðan og þá gætum við verið að horfa á alveg öfugt dæmi, þá værum við kannski að nálgast endalokin. Þannig að ég held að við verðum bara að bíða og láta tímann ráða úr þessu öllu saman.“

Varðandi möguleikann á gosi innan Grindavíkur segir Þorvaldur:

„Mér finnst það mjög ólíklegt og nánast engar líkur á því. Nema það getur komið svona eitthvað svipað og gerðist 14. janúar og verður þá varla mikið meira en það. Mér finnst langlíklegast að við fáum endurtekningu á því sem hefur verið að gerast, ef það kemur til eldgoss þá finnst mér langlíklegast að kvikan komi þarna upp sunnan við Stóra-Skógsfell. Þar verði semsagt mesta virknin í upphafi. Síðan lengist gossprungan til norðurs og suðurs, hún opnast eins og blævængur. Það er bara spurning hversu langt til suðurs gossprungan teygir sig, hvort hún fari eins og hún hefur verið að gera undanfarið, að Sundhnjúkum, eða teygi sig lengra í áttina að Hagafelli. Mér finnst ekki miklar líkur á því að það fari mikið sunnar en það.“

Hvert hraunflæðið verður síðan ræðst af því hvar gosið setur sig niður á gossprungunni, segir Þorvaldur ennfremur. Hann segir að tiltölulega lítil gos verði á þessum svæðum sem þó geti byrjað af miklum krafti.

Nánar má heyra um þetta hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvetur ríkisstjórnina til að hætta að nota X út af barnakláminu þar – „Ekki forsvaranlegt að nota þennan miðil mínútu lengur“

Hvetur ríkisstjórnina til að hætta að nota X út af barnakláminu þar – „Ekki forsvaranlegt að nota þennan miðil mínútu lengur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir kynferðislega áreitni

Ákærður fyrir kynferðislega áreitni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnsögumaður fær ekki skaðabætur eftir að komið var í veg fyrir stórslys við Faxaflóa – Reynslan og menntunin vann gegn honum

Hafnsögumaður fær ekki skaðabætur eftir að komið var í veg fyrir stórslys við Faxaflóa – Reynslan og menntunin vann gegn honum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa