fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fréttir

Ákærður fyrir manndrápstilraun við Ingólfstorg

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. júní 2024 18:30

Skjáskot: Google Maps

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært David Gabríel S Glascorsson fyrir tilraun til manndráps vegna atviks sem átti sér stað utandyra við Ingólfstorg í Reykjavík fyrir þremur árum, eða aðfaranótt sunnudagsins 13. júní árið 2021.

Hinn ákærði, sem var tvítugur þegar árásin var gerð, er sagður hafa veist að manni með hnífi og stungið hann í kviðinn með þeim afleiðingum að brotaþoli hlaut umfangsmikla og lífshættulega áverka á kviðarholslíffærum og ósæð í kvið, hann hlaut 5-6 cm opinn skurð á kvið sem náði í gegnum maga og inn í kviðarholsósæð með miklum innvortis blæðingum í kviðarholi. Þurfti hann að undirgangast stóra aðgerð á kviðarholi auk fóðringar á ósæð en það tókst að bjarga lífi hans með þessum tveimur aðgerðum og eftirmeðferð. Auk þess hlaut hann 3 cm skurð lófamegin á hægri vísifingri.

Héraðssaksóknari krefst þess að hinn ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Fyrir hönd brotaþola er gerð krafa um miskabætur upp á þrjár milljónir króna. Í þeirri kröfugerð er fullyrt að varanlegar afleiðingar séu af árásinni.

Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 14. júní næstkomandi.

Þess má geta að David var einn 25 sakborninga í Bankastræti Club málinu sem varðaði hópárás inni á þeim skemmtistað fimmtudagskvöldið 17. nóvember árið 2022. Hlaut hann 12 mánaða fangelsi fyrir sína hlutdeild í árásinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim