fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fréttir

„Pútín horfir báðum augum á eyjuna okkar“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. maí 2024 09:00

Er hann dauðvona? Mynd/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í viðtali, sem þýski miðillinn RND tók við Michael Bydén, æðsta yfirmann sænska hersins, í síðustu viku skóf hann ekki utan af hlutunum þegar kom að Rússlandi og Vladímír Pútín.

Hann ræddi um Rússland, Svíþjóð og Eystrasaltið sem hann sagði vera heitt svæði hvað varðar deilur á milli ríkjanna.

Hann var berorður þegar hann lýsti Rússlandi sem ríki sem muni hugsanlega grípa til skemmdarverka í öðrum ríkjum og ríki sem hiki ekki við að efna til átaka á mörgum sviðum, ekki bara hinu venjulega hernaðarsviði.

Hann sagði að nú sé það hlutverk Svía að taka hlutverk sitt alvarlega hvað varðar að vernda hagsmuni sína og NATÓ í Eystrasalti. Nú þegar má sjá þess merki á Gotlandi að Svíar taki stöðuna alvarlega enda Gotland gríðarlega mikilvæg eyja í Eystrasalti.

„Sá sem ræður yfir Gotlandi, ræður yfir Eystrasalti. Núna erum það við,“ sagði hann og bætti við: „Já, ég er viss um að Pútín horfir báðum augum á Gotland. Markmið hans er að ná yfirráðum í Eystrasalti. Hann hefur augun örugglega líka á Álandseyjum. Rússar fylgjast grannt með hvað gerist við inn- og útgangana í Eystrasaltinu. Eystrasalt er jafn mikilvægt fyrir Pútín og það er mikilvægt fyrir okkur að það verði opið og öruggt. Ef Rússland næði yfirráðum yfir því og lokaði því af, myndi það hafa gríðarleg áhrif á líf okkar í Svíþjóð og öðrum ríkjum sem eru við Eystrasalt. Við megum ekki láta það gerast. Eystrasalt má ekki verða leikvöllur Pútíns þar sem hann getur ógnað NATÓ-ríkjunum,“ sagði hann.

Viðtalið var birt á miðvikudaginn og þennan sama dag bárust fregnir af því að Rússar vilji breyta mörkum yfirráðasvæðis síns í Eystrasalti, upp að Finnlandi og Litháen.

Bydén fór ekki leynt með það í viðtalinu að hann reikni með aðgerðum af þessu tagi frá Rússum og fór hann í raun alveg að mörkum þess að saka Rússa opinberlega um óvinveittar aðgerðir í formi tölvuárása og skemmdarverka á lestarsamgöngum en Svíar hafa upplifað slíkt að undanförnu.

Hvað varðar hinn svokallaða „leyniflota“ Rússa af olíuskipum, en grunur leikur á að Rússar noti skipin til að komast framhjá refsiaðgerðum Vesturlanda, gekk hann aðeins lengra og sagði að Rússar geti notað þessi skip til að valda umhverfisslysi á „þröskuldi Norðurlandanna“ og látið það líta út „eins og slys“. Einnig geti þeir notað skipin til laumast inn að NATÓ-ríkjunum í því skyni að grípa til vafasamra aðgerða. Hann sagði einnig að hugsanlega séu skipin nú þegar notuð til að hlera fjarskipti eða sem miðstöðvar fyrir hugsanlegar skemmdarverkaaðgerðir á hafsbotni.

Þegar hann var spurður hvort Rússar hafi nú þegar reynt eitthvað af því sem hann nefndi, svaraði hann: „Ég get ekki farið út í smáatriði, en ég orða þetta svona: „Við getum ekki útilokað neitt.““

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla
Fréttir
Í gær

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“