fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Fréttir

„Látum þá berjast“ – Boðskapurinn sem getur neytt Biden til að láta undan Úkraínu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. maí 2024 08:00

Úkraínskir hermenn á vígvellinum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill þrýstingur er á Joe Biden, Bandaríkjaforseta, að leyfa Úkraínumönnum að berja á Rússum, í Rússlandi. Fram að þessu hafa Bandaríkjamenn ekki leyft Úkraínumönnum að nota bandarísk vopn til árása inni í Rússlandi en nú blása nýir vindar og margir telja aðeins tímaspursmál hvenær Úkraínumenn fá heimild til þess.

„Viljið þið breyta stefnunni, svo Úkraína geti barist án þess að vera með aðra höndina bundna fyrir aftan bak,“ sagði Repúblikaninn Michael McCaul við Antony Blinken, utanríkisráðherra, á fundi utanríkismálanefndar fulltrúadeildarinnar.

Kenneth Nymand Pedersenmajór og kennari við danska varnarmálaskólann, sagði í samtali við Jótlandspóstinn að það sé góð lýsing að segja að Úkraínumenn berjist með aðra höndina bundna fyrir aftan bak.

„Ef þeir hafa upplýsingar og vita hvar hersveitir eru Rússlandsmegin við landamærin, vita hvaðan þær skjóta, vita hvenær þær skjóta og eiga vopn til að ráðast á þær en mega ekki nota þau til að ráðast á þær, þá er þessi lýsing rétt,“ sagði hann.

Hann sagði einnig að ef þessi hönd verður losuð þá skipti hraði miklu máli til að ná fullum áhrifum af því til dæmis að nota ATACMS-flugskeytin til árása á rússneska jörð. Þau áhrif vari aðeins í skamma stund því Rússarnir fylgist einnig með.

Hann sagðist reikna með að Rússar séu nú þegar farnir að undirbúa sig undir hvernig þeir geti lágmarkað þessi áhrif.

Kort, sem hugveitan the Institute for the Study of War, birti sýnir að tugir rússneskra herbúða, birgðageymslna og flugvalla eru innan skotfæris þeirra bandarísku vopna sem Úkraínumenn ráða nú þegar yfir. Þetta væru upplögð skotmörk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Í gær

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði
Fréttir
Í gær

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu
Fréttir
Í gær

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær að bera barnsmóður sína út eftir allt saman

Fær að bera barnsmóður sína út eftir allt saman
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Baldvin komst við og rödd hans brast í viðtali við Bylgjuna – „Þetta hefur hreinlega farið með hann“

Baldvin komst við og rödd hans brast í viðtali við Bylgjuna – „Þetta hefur hreinlega farið með hann“