fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Fréttir

Þetta eru dýrustu og ódýrustu borgir Evrópu til að fara í helgarferð

Ritstjórn DV
Laugardaginn 25. maí 2024 19:00

Það er ódýrast að skella sér til Kraká í helgarferð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný könnun hefur varpað ljósi á dýrustu og ódýrustu borgir Evrópu fyrir þá sem vilja skella sér í helgarferð. Borg sem er nokkuð vinsæl meðal Íslendinga er sú ódýrasta í Evrópu.

Það var fyrirtækið Stasher sem stóð fyrir könnuninni og var meðal annars stuðst við gögn frá vefsíðum á borð við Hotels.com, Kayak.co.uk og Numbeo.com. Var miðað við kostnað við helgarferð fyrir tvo fullorðna; flug, gistingu og uppihald og er inni í því til dæmis verð á veitingastöðum.

Það er skemmst frá því að segja að Kraká í Póllandi er ódýrasta borgin og kostar helgarferð þangað 617 evrur, eða 93 þúsund krónur að lágmarki. Kraká hefur notið töluverðra vinsælda meðal Íslendinga á undanförnum árum og hefur hagstætt verð spilað þar stórt hlutverk.

Í 2. sæti á listanum er Búkarest, höfuðborg Rúmeníu, en helgarferð þangað kostar rúmar 98 þúsund krónur að jafnaði. Í þriðja sæti er svo önnur pólsk borg, Varsjá, en helgarferðin þangað kostar rétt tæpar 100 þúsund krónur. Í næstu sætum þar á eftir koma svo Riga, Prag, Búdapest, Istanbúl, Stokkhólmur, Porto og Valencia.

Dýrasta borg Evrópu, samkvæmt könnun Stasher, er Zurich í Sviss en helgarferð þangað kostar um 1.380 evrur, eða 208 þúsund krónur. Þar á eftir kemur Reykjavík en helgarferðin hingað kostar um 203 þúsund krónur. Köln í Þýskalandi er svo í þriðja sæti með kostnað upp á um 190 þúsund krónur. Þar á eftir koma Edinborg, Genf, Flórens, Feneyjar, Róm, Kaupmannahöfn og Mílanó.

Bent er á það í niðurstöðunum að miðað sé við meðalverð á flugi frá Bretlandi til umræddra áfangastaða. Fljúgi fólk frá öðrum löndum, Íslandi til dæmis, geti verðið því verið hærra en niðurstöður könnunarinnar gefa til kynna.

Hér má sjá listann yfir dýrustu og ódýrustu borgirnar:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“
Fréttir
Í gær

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt
Fréttir
Í gær

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár
Fréttir
Í gær

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúnar í Glerborg fékk risasekt

Rúnar í Glerborg fékk risasekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“