fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í opinni dagskrá á nýjan leik

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 12. apríl 2024 10:51

Fréttaþulir kvöldfrétta Stöðvar 2. Mynd/Sýn/Vilhelm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sýn tilkynnti í dag að frá og með mánudeginum 15. apríl verða kvöldfréttir Stöðvar 2 í opinni dagskrá. Kvöldfréttirnar hafa verið í læstri dagskrá í rúm þrjú ár.

Í viðtali við Vísi þar sem breytingin var kynnt segir Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri að það sé mikilvægt að landsmenn hafi greiðan aðgang að fleiri en einum sjónvarpsfréttatíma. „Það hafa síðustu misseri sýnt okkur þar sem náttúruhamfarir, væntanlegar forsetakosningar og hrókeringar í ríkisstjórn hafa verið meðal fréttamála,“ segir hún.

Opinn gluggi mun ná yfir kvöldfréttirnar sem hefjast klukkan 18:30 sem og sportpakkann og Ísland í dag.

Í janúar árið 2021 var tilkynnt að kvöldfréttirnar yrðu í læstri dagskrá. Að sögn Þórhalls Gunnarssonar, þáverandi framkvæmdastjóra fjölmiðla Stöðvar 2 og Vodafone, stóðu auglýsingatekjur ekki undir rekstri fréttastofunnar einnar og sér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“