fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Fréttir

Gjafmild ekkja gerir læknanám í Bandaríkjunum ókeypis

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 28. febrúar 2024 22:00

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fljótlega verður ókeypis að leggja stund á læknanám við Albert Einstein College of Medicine í New York borg. Þetta má þakka Ruth Gottesman, 93 ára ekkju, sem erfði mikla fjármuni frá eiginmanni sínum.

The New York Times segir að eiginmaður Ruth, David Gottesman, hafi verið einn af fyrstu fjárfestunum í viðskiptaveldinu Berkshire Hathaway, sem var stofnað af Warren Buffett, sem er einn ríkasti maður heims, og hafi efnast vel á því.

Ruth erfði mikla fjármuni eftir David og hefur nú gefið háskólanum einn milljarð dollara, sem svarar til um 137 milljarða íslenskra króna.

Það er ekki ódýrt að stunda háskólanám í Bandaríkjunum. The New York Times segir að margir þeirra sem ljúka læknanámi séu komnir í þá stöðu að skulda sem nemur allt að 30 milljónum íslenskra króna.

Það er engin tilviljun að Ruth gaf Albert Einstein College of Medicine peningana því hún var áður prófessor við skólann.

Gjöf hennar er ein sú stærsta sem bandarískur háskóli hefur fengið.

The New York Times segir að gjöfin sé ekki bara athyglisverð vegna þess um hversu háa upphæð er að ræða, það veki einnig athygli að hún sé gefin háskóla í Bronx-hverfinu sem er fátækasta hverfið í New York. Íbúar í hverfinu eru líklegri en aðrir borgarbúar til að deyja ótímabærum dauða og íbúar hverfisins lifa einna óhollasta lífinu af öllum Bandaríkjamönnum.

David Gottesman lést 2022, 96 ára að aldri. „Hann lét mér eftir, án minnar vitundar, stórt eignasafn í Berkshire Hathaway. Fyrirmælin voru einföld: Gerðu það sem þú vilt við hlutabréfin,“ sagði Ruth að sögn The New York Times.

Skólagjöld í Albert Einstein College of Medicine eru að sögn The New York Times um 59.000 dollarar á ári en það svarar til um 8 milljóna íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ágúst Mogensen skrifar á degi reykskynjarans: Mikilvægasti tékklistinn fyrir jólin

Ágúst Mogensen skrifar á degi reykskynjarans: Mikilvægasti tékklistinn fyrir jólin
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórdís segir lýðræðinu ógnað með ofsalegri auðsöfnun fárra og rafrænum heilaþvotti almennings

Þórdís segir lýðræðinu ógnað með ofsalegri auðsöfnun fárra og rafrænum heilaþvotti almennings
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður lýsir því erfiða hlutskipti að vera sakborningur – „Það breytir því hvernig sumir horfa á mann“

Sigurður lýsir því erfiða hlutskipti að vera sakborningur – „Það breytir því hvernig sumir horfa á mann“