fbpx
Mánudagur 22.apríl 2024
Fréttir

Vilja banna innflutning á rússnesku áli – Auðvelt að flytja inn annars staðar frá

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 26. febrúar 2024 17:30

Innflutningur á áli hefur þegar dregist saman um 22 prósent. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ósætti er komið upp innan Evrópusambandsins vegna nýjasta þvinganapakka gegn Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu. Fulltrúar sumra ríkja telja þær allt of bitlausar og að gera þurfi meira. Meðal annars er rætt um að banna innflutning á rússnesku áli.

Pakkinn var tilkynntur þann 22. febrúar og markaði að stríðið hafi staðið yfir í tvö ár. Í honum voru einkum eignafrystingar og ferðabönn á rússneska einstaklinga.

Bandaríska útvarpsstöðin RadioFreeEurope greinir frá því að kergja sé innan Evrópusambandsins með þessar aðgerðir og lítil trú á að þær skili nokkru. Telja sumir fulltrúar og embættismenn að ganga þurfi mun lengra í næsta pakka og meðal annars banna tiltekin viðskipti.

Meðal þess sem rætt er um er bann á innflutningi á rússnesku áli. Fjögur ríki hafa þrýst á þetta, Pólland, Eistland, Lettland og Litháen. Benda þau á að með því að kaupa ál af Rússum sé verið að knýja stríðsvél þeirra áfram. Einnig hafa evrópsk álfyrirtæki kallað eftir banni.

Þegar dregist mikið saman

Evrópusambandsríki kaupa ál fyrir 2,3 milljarða evra á hverju ári. Einnig flytja þau út álvörur fyrir 190 milljón evrur.

Hafa ber í huga að álverslun við Rússa hefur dregist mjög mikið saman síðan innrásin hófst. Fyrir innrásina var 30 prósent af áli flutt inn frá Rússlandi. Hlutfallið er 8 prósent í dag.

Meðal annars hefur verið sett bann á verslun með ýmsa hluti, svo sem álvír og álrör. Þá hafa evrópsk fyrirtæki sjálfviljug minnkað viðskipti mikið.

Hins vegar er verslun með ál að lang mestu leyti lögleg enn þá. Til dæmis má enn þá kaupa og selja ál vörur í bíla og ýmsan byggingariðnað.

Þeir sem kalla eftir banni á álinnflutning frá Rússlandi benda á að ál sé mjög meðfærilegur málmur og auðframleiðanlegur. Hægt sé að framleiða hann hvar sem er og flytja inn. Meðal annars flytji Evrópusambandsríki mikið inn af áli frá Íslandi, Noregi og Mósambík. Framboðið sé meira en eftirspurnin.

Grikkir og Ungverjar hindrun

Hingað til hefur Evrópusambandið verið tregt til þess að setja viðskiptabann á ýmsar vörur sem teljast sem nauðþurftir. Þar á meðal matvöru, lyf og mikilvægar hrávörur. Ál hefur hingað til verið skilgreint sem mikilvæg hrávara en í ljósi þess hversu mikið er til af áli gæti það breyst.

Helsta hindrunin er sú að einstaka ríki kaupa enn mjög mikið af rússnesku áli, til að mynda Grikkland. Fari ríkið að biðja um undanþágur dregur það úr mætti aðgerðarinnar. Þá hafa Ungverjar sífellt verið til vandræða innan Evrópusambandsins vegna sambands þeirra við Rússa.

Bandaríkin hafa ekki bannað neinar álafurðir frá Rússland en hafa hins vegar sett á þær 200 prósenta toll. Talið er að ef Evrópusambandið banni rússneskt ál verði það gert í samráði við Bandaríkin. Einnig er mögulegt að annars konar þvingunum verði beitt gegn RUSAL, hinum ríkisrekna álframleiðanda.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Zelenskyy segir að nú eigi Úkraína möguleika á að sigra í stríðinu

Zelenskyy segir að nú eigi Úkraína möguleika á að sigra í stríðinu
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hvað ef Rússar sigra í stríðinu í Úkraínu? – Sífellt fleiri sérfræðingar velta þeirri niðurstöðu nú fyrir sér

Hvað ef Rússar sigra í stríðinu í Úkraínu? – Sífellt fleiri sérfræðingar velta þeirri niðurstöðu nú fyrir sér
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fáránlegt athæfi BMW-eiganda í umferðinni – Smaug á milli tveggja bifreiða á tvíbreiðum vegi

Fáránlegt athæfi BMW-eiganda í umferðinni – Smaug á milli tveggja bifreiða á tvíbreiðum vegi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur mildaði dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði dóm yfir ungum stórsmyglara