fbpx
Fimmtudagur 09.maí 2024
Fréttir

Tveir Palestínumenn búsettir á Íslandi handteknir í Slóveníu – Grunaðir um flutning á sjö hælisleitendum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 13. febrúar 2024 18:53

Frá Studenec. Mynd: Wikipedia.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðinn föstudag voru tveir Palestínumenn, sem eru með skráða búsetu á Íslandi, handteknir í smáþorpinu Studenec, skammt frá borginni Koper, í Slóveníu. Þetta kemur fram í staðarmiðli í Koper, í yfirlitsfrétt um störf lögreglu. Sjá nánar hér.

Atvikið átti sér stað á þriðja tímanum í eftirmiðdaginn á föstudag. Annar mannanna er 48 ára gamall. Hann ók bíl af gerðinni ŠKODA kodaiaq með austurrísku bílnúmeri, og stöðvaði lögregla bílinn. Með honum var 38 ára gamall félagi hans. Mennirnir eru í fréttinni báðir sagðir vera búsettir á Íslandi. Þeir voru handteknir vegna gruns um að hafa flutt sjö manneskjur, fimm Sýrlendinga og tvo Egypta. Fólkið hélt til í miðstöð hælisleitenda í bænum Logatec, skammt frá vettvangi, en fór þaðan sjálfviljugt. Við handtöku ítrekaði það kröfu sína um alþjóðlega vernd.

Palestínumennirnir, sem sagðir eru búsettir á Íslandi, voru báðir handteknir. Þeir komu fyrir rannsóknardómara á laugardag sem úrskurðaði þá í gæsluvarðhald.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum
Eldgosinu er lokið

Mest lesið

Nýlegt