fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Viðræður um kaup Heimildarinnar á Mannlífi langt komnar – Tveir hætta í stjórn vegna ákvörðunarinnar

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 18. desember 2024 18:59

Jón Trausti, Ingibjörg og Reynir eru ekki ókunn hvor öðru.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líklegt er að Heimildin kaupi Mannlíf bráðlega. Viðræður um kaupin hafa verið í gangi síðan í vor.

Vísir greinir frá þessu.

Mikil ættar og eigendatengsl eru nú þegar á milli þessara tveggja miðla. Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri og fyrrverandi ritstjóri Heimildarinnar, er sonur Reynis Traustasonar, ritstjóra Mannlífs.

Jón Trausti á 7,6 prósent í Sameinaða útgáfufélaginu, útgefenda Heimildarinnar, eins og kona hans Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri. Sömu prósentu á líka Reynir. En hann á einnig 50 prósent í Sóltúni ehf, sem gefur út Mannlíf.

Vísir hefur eftir Elínu Guðrúnu Ragnarsdóttur, stjórnarformanni Sameinaða útgáfufélagsins, að meirihluti stjórnar telur kaupin vera réttu leiðina og að viðræður hafi byrjað í vor.

Sagt er að tveir stjórnarmenn í minnihluta séu hins vegar á móti kaupunum. Það er Hjálmar Gíslason og Vilhjálmur Þorsteinsson, en þeir voru áður í eigendahópi Kjarnans áður en hann sameinaðist Stundinni og úr varð Heimildin.

UPPFÆRT

Greint hefur nú verið frá því að Hjálmar Gíslason og Vilhjálmur Þorsteinsson hafa sagt sig úr stjórn Sameinaða útgáfufélagsins. Ástæðan er yfirvofandi kaup á Mannlífi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“