fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Fréttir

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 10. desember 2024 11:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

BHM og BSRB taka undir gagngrýni Eflingar, Eflingar-Iðju og Alþýðusambands Íslands ásamt öðrum stéttarfélögum innan þeirra vébanda, varðandi gervistéttarfélagið „Virðingu“. Þetta kemur fram í stuðningsyfirlýsingu þar sem rakið er að atvinnurekendur í veitingarekstri, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT)  hafi stofnað stéttarfélag fyrir starfsfólk á veitingamarkaði. Slík ráðstöfun gangi gegn grundvallarreglum á vinnumarkaði. Meginreglan sé að launafólk stofni stéttarfélög sín, ekki að atvinnurekendur geri það sjálfir.

BHM og BSRB rekja að þegar eru í gildi kjarasamningar um störf í veitingahúsum. Þar sé að finna mörg ákvæði um réttindi sem hafa áunnist með áratugalangri baráttu launafólks. Það sé því ámælisvert að stéttarfélag fyrirtækja á veitingamarkaði, Virðing, hafi samið slík réttindi burt með „einu pennastriki til hagsbóta fyrir atvinnurekendur“. Virðing hafi meðal annars samið um verri launakjör, lakari orlofsrétt og uppsagnarrétt og fleira.

Félagagjald í Virðingu sé sambærilegt á við félagsgjald í önnur stéttarfélög. Engu að síður virðist félagsfólk Virðingar ekki ávinna sér sambærileg réttindi í sjúkrasjóði eða rétt til fræðslustyrkja eða annarra styrkja.

„Það er forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks í eiginhagsmunaskyni. Slíkt hefur ekki bara neikvæð áhrif á réttindi launafólks heldur rýrir einnig stöðu atvinnurekenda sem vilja standa heiðarlega að rekstri fyrirtækja sinna. Starfsfólk á veitingahúsum er að stórum hluta ungt fólk og fólk af erlendum uppruna, sem mikilvægt er að eigi málssvara í öflugu stéttarfélagi sem hefur burði til að standa vörð um réttindi þess.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?
Fréttir
Í gær

Úrval Útsýn svarar kalli um björgunarfargjöld

Úrval Útsýn svarar kalli um björgunarfargjöld
Fréttir
Í gær

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum
Fréttir
Í gær

Kæru Sameindar hafnað – Konukot fær að rísa í Ármúla

Kæru Sameindar hafnað – Konukot fær að rísa í Ármúla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt úthverfi sem útilokar möguleika 62% heimila á að eiga bíl

Nýtt úthverfi sem útilokar möguleika 62% heimila á að eiga bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil óánægja meðal foreldra með Kópavogsmódelið – Saka bæjaryfirvöld um að fegra stöðuna

Mikil óánægja meðal foreldra með Kópavogsmódelið – Saka bæjaryfirvöld um að fegra stöðuna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný afbrigði COVID láta á sér kræla með sársaukafullum einkennum

Ný afbrigði COVID láta á sér kræla með sársaukafullum einkennum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Franskir hermenn réðust um borð í skip sem tilheyrir skuggaflota Rússa – Talið tengjast dularfullu drónaflugi sem valdið hefur usla

Franskir hermenn réðust um borð í skip sem tilheyrir skuggaflota Rússa – Talið tengjast dularfullu drónaflugi sem valdið hefur usla