fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Fréttir

Sjómannasamband Íslands fordæmir Virðingu – „Skömm og svívirða“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. desember 2024 13:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjómannasamband Íslands styður Eflingu í baráttu þeirra við stéttarfélagið Virðingu. Efling heldur því fram að stéttarfélagið sé gervistéttarfélag sem atvinnurekendur í veitingarekstri hafi stofnað til að brjóta á réttindum launafólks.

Sjómannasamband Íslands segir í stuðningsyfirlýsingu til Eflingar:

„Virðing er gult stéttarfélag. Stofnað af atvinnurekendum sem einskis svífast til að brjóta á réttindum launafólks. Það er skömm og svívirða að svona nokkuð skuli látið viðgangast. Dagvinnutími útvíkkaður fram á kvöld og á laugardögum.

Það liggur við að elstu menn muni ekki eftir dagvinnu fram á kvöld og á laugardögum. Hér er um afturför um marga áratugi að ræða á réttindum launafólks og sérstaklega láglaunafólks. Eins og það sé um einhver ofurlaun að ræða hjá því fólki sem vinnur þessi störf. Hafi þessir atvinnurekendur skömm og svívirðu fyrir lítilsvirðinguna.

Sjómannasamband Íslands hvetur stéttarfélög og launafólk á Íslandi að standa gegn þessari svívirðu með ráðum og dáð. Látum ekki gervistéttarfélög komast upp með ósannindi og moðreyk. Stöndum þéttan vörð um það sem verkalýðshreyfingin hefur náð fram með áratuga baráttu sinni.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?
Fréttir
Í gær

Úrval Útsýn svarar kalli um björgunarfargjöld

Úrval Útsýn svarar kalli um björgunarfargjöld
Fréttir
Í gær

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum
Fréttir
Í gær

Kæru Sameindar hafnað – Konukot fær að rísa í Ármúla

Kæru Sameindar hafnað – Konukot fær að rísa í Ármúla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt úthverfi sem útilokar möguleika 62% heimila á að eiga bíl

Nýtt úthverfi sem útilokar möguleika 62% heimila á að eiga bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil óánægja meðal foreldra með Kópavogsmódelið – Saka bæjaryfirvöld um að fegra stöðuna

Mikil óánægja meðal foreldra með Kópavogsmódelið – Saka bæjaryfirvöld um að fegra stöðuna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný afbrigði COVID láta á sér kræla með sársaukafullum einkennum

Ný afbrigði COVID láta á sér kræla með sársaukafullum einkennum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Franskir hermenn réðust um borð í skip sem tilheyrir skuggaflota Rússa – Talið tengjast dularfullu drónaflugi sem valdið hefur usla

Franskir hermenn réðust um borð í skip sem tilheyrir skuggaflota Rússa – Talið tengjast dularfullu drónaflugi sem valdið hefur usla