fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Rifust um peningaeyðslu í fíkniefni því jólin eru á næsta leiti

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 4. desember 2024 18:33

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla var kölluð út í Árbæ í dag vegna hávaða innandyra í íbúð. Þegar lögreglan kom á staðinn hitti hún fyrir tvo aðila sem voru í íbúðinni. Þau kváðust hafa rifist út af peningaeyðslu þeirra í fíkniefni undanfarið, þar sem jólin væru á næsta leiti.

Ofangreint kemur fram í dagbók lögreglu. Þar kemur eins fram að í Breiðholti barst tilkynning um frelsissviptingu og rán í heimahúsi. Húsráðandi var brotaþoli og voru tveir handteknir á vettvangi vegna málsins. Báðir voru í annarlegu ástandi sökum fíkniefnaneyslu.

Aðili í Hlíðum var ógnandi og í annarlegu ástandi í verslun. Hann hafði brotið hurð innandyra og var handtekinn á vettvangi. Annar aðili hafði sofnað í sameign fjölbýlishúss í hverfinu. Lögregla vísaði honum á dyr og gekk það vandræðalaust fyrir sig.

Eins var tilkynnt um nágrannaerjur í Múlahverfi en lögreglu tókst að stilla til friðar.

Bíll valt í Hafnarfirði og hlaut ökumaður minni háttar áverka, en hann var einn í bifreiðinni. Sá ákvað að leita sjálfur á slysadeild.

Loks var tilkynnt um vinnuslys í Hafnarfirði. Sá slasaði var fluttur á slysadeild af sjúkraflutningsmönnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Spessi ætlaði að verða barnfóstra en er einn þekktasti ljósmyndari landsins – „Ég hafði ekki mikla trú á mér“

Spessi ætlaði að verða barnfóstra en er einn þekktasti ljósmyndari landsins – „Ég hafði ekki mikla trú á mér“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi
Fréttir
Í gær

Ísraelsmenn ætla að hernema Gasaströndina

Ísraelsmenn ætla að hernema Gasaströndina
Fréttir
Í gær

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“