fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Gasmengun óholl heilsu manna á göngluleiðum við gosstöðvarnar og varað við sprengjum

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 4. desember 2024 20:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dregið hefur úr gosóróa í eldgosinu við Stóra-Skógfell. Hraun flæðir enn til austurs í átt að Fagradalsfjalli og vísbendingar eru um að kvika streymi áfram inn á söfnunarsvæði undir Svartsengi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum.

Gasmengun á gönguleiðum við gosstöðvarnar þykir óholl heilsu manna. Veðurstofan uppfærði hættumat fyrir svæðið í gær og gildir það að óbreyttu til klukkan 15:00 þann 10. desember.

Viðbragðsaðilum, vísindamönnum og einstaklingum á vegum Blaðamannafélags Íslands er heimilt að fara inn fyrir lokunarpósta við Grindavíkurveg í samráði við stjórnendur vinnusvæða í Svartsengi. Þessir aðilar gefi sig fyrst fram í björgunarhúsinu í Grindavík. Opið er fyrir almenna umferð til og frá Grindavík um Nesveg og Suðurstrandaveg.

Þeir sem eiga erindi á hættusvæði er bent á að athuga reglulega með loftgæði á svæðinu á vefsíðu Umhverfisstofnunar.

Íbúar og starfsmenn fyrirtækja sem dvelja á hættusvæði gera slíkt á eigin ábyrgð og þarf hver og einn að bera ábyrgð á eigin athöfnum eða athafnaleysi. Það sama gildir um ferðamenn. Grindavík er ekki staður fyrir barnafólk eða börn að leik og mælir lögreglustjóri gegn því að íbúar dvelji í bænum.

Talið er að hætta sé á gasmengun í Grindavík sem og hætta á jarðfalli ofan í sprungur. Fólk haldi sig við götur bæjarins og forðist að fara á lóðir og önnur opin svæði. Að öðru leyti er Grindavík opin fyrir almenna umferð. Gosstöðvarnar og hraunið sem runnið hefur er ekki aðgengilegt fyrir ferðamenn við núverandi aðstæður.

Lögreglustjóri tekur fram að á svæði sunnan Voga og Reykjanesbrautar hafi verið leitað að sprengjum í gegnum tíðina. Talið er að svæðið sé mengað af virkum og óvirkum sprengjum sem geti valdið manntjóni ef þær springa og geta hiti og hreyfingar haft þar áhrif. Staðsetningin innan 300 metra frá miðpunkti stórrar sprengju geti valdið manntjóni.

Á kortinu hér fyrir neðan má sjá framangreint hættusvæði. Þar eru fallbyssukúlur, sprengjuvörpur (mortar) og æfingasprengjur og aðeins fyrir sprengjusérfræðinga að meta ástand og gerð þessara sprengna. Ekki liggja fyrir nákvæmar upplýsingar um útbreiðslu eða stærð þessa svæðis.

Eldgos hófst á milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells klukkan 23:14 miðvikudaginn 20. nóvember og sáust fyrstu merki um kvikuhlaup á mælum um 22:30 um kvöldið. Strax var ákveðið að rýma Grindavík og Svartsengi og hófst rýming um tuttugu mínútum áður en gosið hófst. Um er að ræða sjöunda gosið í Sundhnúksgígaröðinni frá því í desember á síðasta ári.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi