fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Þór Saari blöskrar niðurstöður kosninganna – „Þetta er það sem þið viljið“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 1. desember 2024 11:12

Þór Saari. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þór Saari, fyrrverandi alþingismaður og meðlimur í Sósíalistaflokknum, segir að þjóðin hafi greitt hægri flokkum atkvæði í yfirgnæfandi meirihluta og telur hann Samfylkinguna til hægri flokka.

Þór vorkenndir náttúru landsins að þurfa að búa við þá þjóð sem Íslendingar eru. Hann skrifar eftirfarandi FB-færslu um kosningaúrslitin:

„JÆJA! Góðan daginn.

Svo virðist sem þessi blessaða þjóð hafi greitt hægriflokkum, fjórum hægriflokkum, C, D, M og S, atkvæði sem aldrei fyrr, en þessir fjórir flokkar fá alls 68,7% atkvæða. Og jú! Samfylkingin er víst hægri flokkur.

Allir þessir flokkar hafa það á stefnuskránni að leggja til atlögu við það litla sem eftir er af ósnortnum víðernum og íslenskri náttúru með enn fleiri virkjunum sem og vindmyllum um allar koppagrundir. Þannig fór það.

Vesalings landið og náttúran að þurfa að búa við þessa þjóð.

Til hamingju samt Íslendingar, þetta er það sem þið viljið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga