fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Uppnám um borð í skemmtiferðaskipi: Farþegar hóta hungurverkfalli

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. nóvember 2024 12:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Segja má að ferðalag SH Diana-skemmtiferðaskipsins sem lagði af stað frá Höfðaborg í Suður-Afríku þann 13. nóvember síðastliðinn hafi ekki verið neinn dans á rósum.

Ferðinni, sem var lýst sem lúxusreisu, var meðal annars heitið til Suðurskautslandsins en bilun í vél skipsins varð til þess að hætta varð við þann legg ferðarinnar.

Breska blaðið The Times segir frá því að farþegar hafi verið verulega ósáttir við þetta – eðlilega myndu sumir segja – og hafi krafist þess að fá ferðina endurgreidda að fullu. Því hafa forsvarsmenn Swan Hellenic, fyrirtækisins sem sér um siglinguna, ekki viljað verða við og aðeins boðið 50% endurgreiðslu eða 65% inneign fyrir næstu ferð.

Í dag er staðan þannig, hálfum mánuði eftir að skipið lagði af stað, að skipið er á leið til Argentínu á mjög lítilli ferð.

Farþegar tóku sig meðal annars saman og skrifuðu bréf til forsvarsmanna Swan Hellenic þar sem stíoð meðal annars: „Sumir farþegar hér um borð eru eldri borgarar eða fatlaðir og hafa lagt mikið á sig til að komast í þessa ferð. Fyrir mörg okkar hefur það verið fjarlægur draumur að heimsækja Suðurskautslandið.“

Alls eru 170 farþegar um borð í skipinu auk áhafnar og segir í frétt The Times að einhverjir hafi hótað því að fara í hungurverkfall nema farið verði að kröfum þeirra um fulla endurgreiðslu og greiðslu bóta. Segir í frétt The Times að um hafi verið að ræða hóp rússneskra farþega.

Ferðin átti að taka tuttugu daga og átti skipið að koma við á nokkrum af fallegustu stöðum Suðurskautslandsins.

Í frétt Times er haft eftir Andrea Zito, framkvæmdastjóra Swan Hellenic, að fyrirtækinu þyki afar leitt að svona hafi farið. Varðandi bótagreiðslur segir hann að fyrirtækið sé að ganga lengra en það þurfi samkvæmt lögum. „Við teljum að tilboð okkar sé sanngjarnt og hafa nokkrir farþegar þegið boð okkar og meira að segja bókað nýja ferð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu