fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Hver yrði besti forsætisráðherrann? Sjáðu hvað landsmenn segja

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. nóvember 2024 12:30

Kristrún, Þorgerður og Sigmundur Davíð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir telja að Kristrún Frostadóttir yrði besti forsætisráðherrann að loknum kosningum ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar Maskínu sem framkvæmd var dagana 15. til 20. nóvember síðastliðinn. Svarendur voru 1.454 talsins.

Samkvæmt niðurstöðunum telja 27,3% aðspurðra að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, yrði besti forsætisráðherrann. Þar á eftir kemur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, með 21,3% fylgi.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er svo í þriðja sæti með 13,6% fylgi og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi forsætisráðherra, er í 4. sætinu með 10,3% fylgi. Þar á eftir koma svo Sigurður Ingi Jóhannsson (6,6%), Inga Sæland (4,6%), Sanna Magdalena Mörtudóttir (4,6%), Svandís Svavarsdóttir (2,7%), Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (2,0%), Arnar Þór Jónsson (1,6%) og lestina rekur Jóhannes Loftsson (0,4%). Fimm prósent nefndu engan af ofantöldum.

Kristrún nýtur einnig mest trausts í stól fjármála- og efnahagsráðherra en 37,4% telja að hún yrði besti fjármála- og efnahagsráðherrann. Þar á eftir koma Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (14,3%) og Bjarni Benediktsson (14,0%). Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (9,5%), Inga Sæland (5,5%) og Sigurður Ingi Jóhannsson (5,2%) koma þar á eftir.

Sanna Magdalena Mörtudóttir, Svandís Svavarsdóttir, Arnar Þór Jónsson, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Jóhannes Loftsson koma svo í næstu sætum þar á eftir – öll með innan við 5% fylgi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“