fbpx
Mánudagur 22.september 2025
Fréttir

Guðbrandur sér fyrir sér ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. nóvember 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðbrandur Einarsson, oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi, segist sjá fyrir sér mögulega ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata að loknum kosningum um næstu helgi.

Guðbrandur er í viðtali í Morgunblaðinu í dag ásamt öðrum oddvitum flokkanna í Suðurkjördæmi og í viðtalinu við Guðbrand kemur meðal annars fram að það sé hans skoðun að Viðreisn eigi að gera þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB að skilyrði fyrir ríkisstjórnarþátttöku.

Tekur hann þó sérstaklega fram að engin umræða hafi farið um það innan flokksins hvort það ætti að vera skilyrði en þetta sé hans bjargfasta skoðun. Bent er á það í umfjöllun Morgunblaðsins að Samfylkingin sé svipaðrar skoðunar um ESB en hafi þó bent á að önnur mál séu brýnni á þessum tímapunkti.

Guðbrandur nefnir Pírata þegar hann er spurður hvaða flokkur gæti mögulega verið þriðja hjólið í hugsanlegu samstarfi eftir kosningar. Þá segir að það sé ESB-taug í Framsókn sem væri hugsanlega hægt að virkja.

Bæði Píratar og Framsókn hafa átt í vök að verjast í skoðanakönnunum að undanförnu og í könnun Prósents, sem kynnt var síðastliðinn föstudag, mældust Píratar með 6,7% fylgi eftir að hafa verið undir 5 prósentum í nokkrum könnunum þar á undan. Í sömu könnun mældist Framsókn með 4,4% fylgi. Viðreisn og Samfylkingin eru í góðri stöðu og eru langstærstu flokkarnir samkvæmt skoðanakönnunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ívar þurfti að krefjast fjárnáms til að fá greiddar miskabætur frá manni sem kallaði hann veiðiþjóf – „Rétt skal vera rétt“

Ívar þurfti að krefjast fjárnáms til að fá greiddar miskabætur frá manni sem kallaði hann veiðiþjóf – „Rétt skal vera rétt“
Fréttir
Í gær

Verkalýðsfélag í Hafnarfirði segist ekki standa í neinu samsæri – „Fyrir neðan virðingu kjörinna fulltrúa“

Verkalýðsfélag í Hafnarfirði segist ekki standa í neinu samsæri – „Fyrir neðan virðingu kjörinna fulltrúa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljóst að hræðilegir atburðir áttu sér stað á heimili unga drengsins í Hafnarfirði

Ljóst að hræðilegir atburðir áttu sér stað á heimili unga drengsins í Hafnarfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir foreldra horfa til Langanesbyggðar í leit að kyrrð og ró

Segir foreldra horfa til Langanesbyggðar í leit að kyrrð og ró
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingmaður Miðflokksins vill gera þessa tilraun áður en splæst er í „dýrustu samgönguframkvæmd Íslandssögunnar“

Þingmaður Miðflokksins vill gera þessa tilraun áður en splæst er í „dýrustu samgönguframkvæmd Íslandssögunnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vinkonur á sjötugsaldri lentu í rifrildi á Benidorm – Sú eldri lifði það ekki af

Vinkonur á sjötugsaldri lentu í rifrildi á Benidorm – Sú eldri lifði það ekki af