fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fréttir

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. nóvember 2024 19:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verkföll hafa verið boðuð í tíu leikskólum frá og með 10. desember ef samningar nást ekki fyrir þann tíma.

Atkvæðagreiðsla um verkfallið hófst í gær og lauk í dag. Niðurstaðan er að kennarar í öllum tíu leikskólunum hafa samþykkt verkfallið með nánast öllum greiddum atkvæðum. Kjörsókn var á bilinu 94-100%.

Um ótímabundin verkföll er að ræða en þau ná til eftirfarandi leikskóla:

  • Hulduheimar á Akureyri
  • Höfðaberg í Mosfellsbæ
  • Lundaból í Garðabæ
  • Lyngheimar í Reykjavík
  • Lyngholt í Reyðarfirði
  • Óskland í Hveragerði
  • Rauðhóll í Reykjavík
  • Stakkarborg í Reykjavík
  • Teigasel á Akranesi
  • Leikskóli Snæfellsbæjar.

Félagsmenn Kennarasambands Íslands hafa á þessari stundu samþykkt aðgerðir í 27 skólum, sum eru hafin, þremur lýkur í dag, önnur hefjast á mánudag og enn önnur eru boðuð í desember og janúar næstkomandi.

Næstu verkföll í grunnskólum hefjast á mánudaginn. Þá fer félagsfólk KÍ í eftirfarandi skólum í verkfall til 20. desember:

  • Garðaskóli í Garðabæ
  • Árbæjarskóli í Reykjavík
  • Heiðarskóli í Reykjanesbæ

Að auki hafa verið boðuð verkföll í fjórum grunnskólum frá og með 6. janúar til 31. janúar:

  • Egilsstaðaskóli á Egilsstöðum
  • Grundaskóli á Akranesi
  • Engjaskóli í Reykjavík
  • Lindaskóli í Kópavogi.

KÍ segist þó reiðubúið að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum ef sveitarfélögin sem um ræðir eru tilbúin að skuldbunda sig til að greiða laun þeirra starfsmanna sem voru í verkfalli. Fordæmi séu fyrir slíku. Ef af þessu yrði gætu leikskólarnir fjórir opnað fyrir börn á miðvikudag í næstu viku.

Um er að ræða leikskóla sem hafa verið ótímabundnu verkfalli undanfarnar vikur:

  • Leikskóli Seltjarnarness
  • Drafnarsteinn í Reykjavík
  • Holt í Reykjanesbæ
  • Ársalir á Sauðárkróki

Nánar má lesa um verkföllin hjá KÍ. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Í gær

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“