fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 21. nóvember 2024 11:00

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: Maggi gnúsari.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 13. nóvember síðastliðinn var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur mál sem Héraðssaksóknari hefur höfðað á hendur manni fyrir kynferðisbrot og stórfellt brot í nánu sambandi.

Er maðurinn sakaður um að hafa ítrekað brotið kynferðislega gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007, á heimili þeirra í Reykjavík, í sumarbústaðarferðum og einu sinni í fríi fjölskyldunnar á Spáni.

Maðurinn er sakaður um að hafa ítrekað misnotað yfirburðastöðu sína gegn systur sinni en ekki kemur fram í ákæru aldursmunur þeirra, þar sem kennitölur og fleiri upplýsingar hafa verið hreinsaðar úr henni. Er maðurinn m.a. sakaður um að hafa látið systur sína fróa sér og veita sér munnmök, sem og að setja fingur í leggöng hennar og sleikja á henni kynfærin.

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Fyrir hönd konunnar er gerð krafa um miskabætur upp á fimm milljónir króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Styttist í að rannsókn Gufunessmálsins ljúki

Styttist í að rannsókn Gufunessmálsins ljúki
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Framkvæmdastjóri Félagsbústaða um ástandið í Bríetartúni – „Þetta er sannarlega ekki góð staða“

Framkvæmdastjóri Félagsbústaða um ástandið í Bríetartúni – „Þetta er sannarlega ekki góð staða“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni
Fréttir
Í gær

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu
Fréttir
Í gær

Hafnfirðingar og Garðbæingar búnir að fá nóg af mávi – „Við erum að bilast á þessu“

Hafnfirðingar og Garðbæingar búnir að fá nóg af mávi – „Við erum að bilast á þessu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi: „Þetta er uppskrift að meiriháttar vandræðum”

Guðmundur Ingi: „Þetta er uppskrift að meiriháttar vandræðum”