fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Fangi lést á Litla Hrauni í dag

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 12. nóvember 2024 19:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður á sextugsaldri lést á Litla Hrauni í dag. Þetta herma heimildir DV. Bar lát mannsins að fyrir hádegi en samfangar voru látnir vita um atvikið rétt eftir hádegi.

Samkvæmt heimildum DV var maðurinn í einangrun er lát hans bar að.

Ekki náðist í Birgi Jónasson, settan fangelsismálastjóra, við vinnslu fréttarinnar, en Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, staðfestir atvikið.

Að sögn Guðmundar er hvorki talið að andlát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti né hann hafi tekið eigið líf.

Aðrar heimildir DV herma að maðurinn hafi látist í svefni.

Uppfært kl. 20:25:

Birgir Jónasson, settur fangelsismálastjóri, svaraði fyrirspurn DV rétt í þessu. Hann segir:

„Get staðfest að fangi lést í dag á Litla-Hrauni.

Málið er til rannsóknar hjá lögreglu, líkt og önnur mannslát, en aðrar upplýsingar get ég ekki veitt, að öðru leyti en að ekki séu vísbendingar um að andlátið hafi borið að með óeðlilegum hætti. Rannsókn mun svo væntanlega leiða það í ljós.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
Fréttir
Í gær

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margeir og Kitty til liðs við KAPP

Margeir og Kitty til liðs við KAPP
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax