fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Fangi lést á Litla Hrauni í dag

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 12. nóvember 2024 19:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður á sextugsaldri lést á Litla Hrauni í dag. Þetta herma heimildir DV. Bar lát mannsins að fyrir hádegi en samfangar voru látnir vita um atvikið rétt eftir hádegi.

Samkvæmt heimildum DV var maðurinn í einangrun er lát hans bar að.

Ekki náðist í Birgi Jónasson, settan fangelsismálastjóra, við vinnslu fréttarinnar, en Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, staðfestir atvikið.

Að sögn Guðmundar er hvorki talið að andlát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti né hann hafi tekið eigið líf.

Aðrar heimildir DV herma að maðurinn hafi látist í svefni.

Uppfært kl. 20:25:

Birgir Jónasson, settur fangelsismálastjóri, svaraði fyrirspurn DV rétt í þessu. Hann segir:

„Get staðfest að fangi lést í dag á Litla-Hrauni.

Málið er til rannsóknar hjá lögreglu, líkt og önnur mannslát, en aðrar upplýsingar get ég ekki veitt, að öðru leyti en að ekki séu vísbendingar um að andlátið hafi borið að með óeðlilegum hætti. Rannsókn mun svo væntanlega leiða það í ljós.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast