fbpx
Miðvikudagur 14.janúar 2026
Fréttir

Fangi lést á Litla Hrauni í dag

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 12. nóvember 2024 19:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður á sextugsaldri lést á Litla Hrauni í dag. Þetta herma heimildir DV. Bar lát mannsins að fyrir hádegi en samfangar voru látnir vita um atvikið rétt eftir hádegi.

Samkvæmt heimildum DV var maðurinn í einangrun er lát hans bar að.

Ekki náðist í Birgi Jónasson, settan fangelsismálastjóra, við vinnslu fréttarinnar, en Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, staðfestir atvikið.

Að sögn Guðmundar er hvorki talið að andlát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti né hann hafi tekið eigið líf.

Aðrar heimildir DV herma að maðurinn hafi látist í svefni.

Uppfært kl. 20:25:

Birgir Jónasson, settur fangelsismálastjóri, svaraði fyrirspurn DV rétt í þessu. Hann segir:

„Get staðfest að fangi lést í dag á Litla-Hrauni.

Málið er til rannsóknar hjá lögreglu, líkt og önnur mannslát, en aðrar upplýsingar get ég ekki veitt, að öðru leyti en að ekki séu vísbendingar um að andlátið hafi borið að með óeðlilegum hætti. Rannsókn mun svo væntanlega leiða það í ljós.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Flosi rifjar upp sögu af þekktum manni: „Frekur, dónalegur og sífellt öskrandi á stúlkurnar að þjónusta sig“

Flosi rifjar upp sögu af þekktum manni: „Frekur, dónalegur og sífellt öskrandi á stúlkurnar að þjónusta sig“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hörður fellur frá málarekstri sínum gegn Hödd

Hörður fellur frá málarekstri sínum gegn Hödd
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Svarar til saka – Stofnaði barni í lífshættu með því að skilja hlaupbangsa eftir á glámbekk

Svarar til saka – Stofnaði barni í lífshættu með því að skilja hlaupbangsa eftir á glámbekk
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Búið að leggja fram frumvarp um innlimun Grænlands í Bandaríkin

Búið að leggja fram frumvarp um innlimun Grænlands í Bandaríkin
Fréttir
Í gær

Grænlendingar hafa lítið álit á Trump – „Hann er klikkaður. Allir vita það“

Grænlendingar hafa lítið álit á Trump – „Hann er klikkaður. Allir vita það“
Fréttir
Í gær

Hraunað yfir Stefán Einar vegna ummæla hans um Nönnu – „Þetta er viðurstyggð“

Hraunað yfir Stefán Einar vegna ummæla hans um Nönnu – „Þetta er viðurstyggð“