fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Manntjón rússneska hersins í október sló fyrri met

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. nóvember 2024 04:22

Úkraínskir hermenn taka hergögn af föllnum rússneskum hermanni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir að rússneski yfirvöld fari með upplýsingar um manntjón hersins í stríðinu í Úkraínu sem ríkisleyndarmál, þá þýðir það ekki að engar upplýsingar liggi fyrir um það.

Erlendar leyniþjónustustofnanir og hermálayfirvöld birta reglulega tölur yfir áætlað manntjón Rússa í stríðinu og úkraínsk yfirvöld gera það einnig en úkraínski herinn er auðvitað í daglegri snertingu við það sem gerist á vígvellinum. Það verður þó að taka tölum Úkraínumanna með ákveðnum fyrirvara því ekki er ólíklegt að þeir ýki þær þar sem það getur þjónað hagsmunum þeirra að gera meira úr manntjóninu en staðreynd er.

En meðal annarra aðila sem birta reglulegar tölur yfir ætlað manntjón Rússa er breska varnarmálaráðuneytið.  John Healey, varnarmálaráðherra, ræddi nýlega við The Telegraph og sagði við það tækifæri að samkvæmt nýjustu tölum frá ráðuneyti hans, þá hafi manntjón Rússa í október slegið fyrri met. Að meðaltali féllu og særðust 1.353 rússneskir hermenn á dag og heildarfjöldi fallinna og særðra var 41.980 menn.

Fyrra metið var frá í maí síðastliðnum en þá féllu eða særðust 39.110 hermenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segja Rauðagerðismálið kalla á breytingar

Segja Rauðagerðismálið kalla á breytingar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum
Fréttir
Í gær

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“
Fréttir
Í gær

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist
Fréttir
Fyrir 2 dögum

UNiO er ný stafræn markaðsstofa

UNiO er ný stafræn markaðsstofa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“