fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Fréttir

Umfangsmikil lögregluaðgerð í Sólheimum – Kona í miklu ójafnvægi með barn og hníf í hendi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. nóvember 2024 14:23

Lögreglumenn bíða átekta á meðan samningamaður ræðir við konuna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra voru með mikinn viðbúnað í hádeginu í dag í Sólheimum í Reykjavík eftir að tilkynning barst um kona væri þar í miklu ójafnvægi fyrir utan hús við götuna.

Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að óttast hafi verið að konan, sem var með ungbarn og jafnframt með hníf í hendi,  myndi vinna barninu og/eða sjálfri sér skaða. Fjöldi viðbragðsaðila var kallaður á vettvang, meðal annars samningamenn frá embætti ríkislögreglustjóra auk þess sem leyniskyttur komu sér fyrir í nærliggjandi fjölbýlishúsi. Eftir töluverðar viðræður tókst loks að yfirbuga konuna en hvorki hana né barnið sakaði í aðgerðum lögreglunnar.

Á myndbandi sem sjá má hér fyrir neðan sést hvar lögreglan yfirbugar konuna og samningamaðurinn gengur á brott með barnið heilu og höldnu.

Lögreglumenn á jörðu voru í samskiptum við leyniskyttu sem var með yfirsýn yfir svæðið
Lögreglumenn á jörðu voru í samskiptum við leyniskyttu sem var með yfirsýn yfir svæðið

Í áðurnefndri tilkynningu kemur fram að konunni var komið undir læknishendur og barninu í umsjá barnaverndaryfirvalda. Lokað var fyrir umferð um Sólheima á meðan aðgerðum lögreglunnar stóð, en lokunum var aflétt um eittleytið.

solheimar.mp4
play-sharp-fill

solheimar.mp4

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum
Fréttir
Í gær

Lögreglan leitar að þessu fólki

Lögreglan leitar að þessu fólki
Fréttir
Í gær

Illindi og hótanir vegna frestunar hrekkjavökugleði – „Þetta býður upp á svekkelsi og leið börn“

Illindi og hótanir vegna frestunar hrekkjavökugleði – „Þetta býður upp á svekkelsi og leið börn“
Fréttir
Í gær

Hafnarfjarðarmálið: Meintur gerandi hringdi stöðugt í móðurina í aðdraganda húsbrotsins – Sláandi lýsingar á ofbeldi gegn drengnum

Hafnarfjarðarmálið: Meintur gerandi hringdi stöðugt í móðurina í aðdraganda húsbrotsins – Sláandi lýsingar á ofbeldi gegn drengnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dramatík í bresku konungsfjölskyldunni: Andrés sviptur prinstitlinum

Dramatík í bresku konungsfjölskyldunni: Andrés sviptur prinstitlinum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pólsk kona gat ekki opnað hurðina vegna snjókomu – „Mun einhver finna mig hér?“

Pólsk kona gat ekki opnað hurðina vegna snjókomu – „Mun einhver finna mig hér?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Biður um að dóttir hans verði ekki skilgreind út frá húðlit – „Pabbi, af hverju segja krakkar að ég sé svört?“

Biður um að dóttir hans verði ekki skilgreind út frá húðlit – „Pabbi, af hverju segja krakkar að ég sé svört?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill einkunnir í tölustöfum – „Almenningur skilur ekki bókstafakerfið og vill ekki sjá það“

Kjartan vill einkunnir í tölustöfum – „Almenningur skilur ekki bókstafakerfið og vill ekki sjá það“
Hide picture