fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Ólafsfjarðarmálið: Verjandi Steinþórs ánægður með sýknudóminn – „Réttlætið sigraði“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 31. október 2024 16:47

Snorri Sturluson. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur sneri í dag við dómi Steinþóri Einarssyni sem Héraðsdómur Norðurlands eystra hafði áður sakfellt fyrir að hafa orðið Tómasi Waagfjörð að bana í Ólafsfirði í byrjun október árið 2022.

Hinn þá 47 ára gamali Tómas varð fyrir miklu blóðtapi í átökum milli mannanna en mjaðmaslagæð fór í sundur. Steinþór, sem er 37 ára gamall, hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu og staðhæft að hann hafi aðeins verið að verja hendur sínar er Tómas réðst á hann. Sýknukrafan byggðist á því að Steinþór hefði verið að verjast lífshættulegri árás Tómasar og hefði ekki haft ásetning um að bana honum.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður flutti mál Steinþórs gegn ákæruvaldinu í Landsrétti en Snorri Sturluson lögmaður var verjandi hans í héraði og hefur ötullega haldið fram sakleysi Steinþórs.

Aðspurður segist Snorri vera mjög ánægður með þessa niðurstöðu Landsréttar en vill ekki tjá sig um hana efnislega fyrir utan þetta:

„Réttlætið sigraði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“
Fréttir
Í gær

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala