fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fréttir

Kennarar vilja yfir milljón á mánuði og allt stefnir í verkfall

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 24. október 2024 10:00

Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Formaður samninganefndar sveitarfélaga, Inga Rún Ólafsdóttir, telur ólíklegt að samningar náist í viðræðum við kennara fyrir næsta þriðjudag en þá hefst boðað verkfall kennara.

Þetta kemur fram á RÚV. Fundur í deilunni er boðaður núna fyrir hádegi og er stefnt á langan fund.

Kennarar gera kröfr um rúma milljón í grunnlaun á mánuði og sé það í samræmi við meðallaun sérfræðinga á opinberum markaði. Segir Inga Rún að erfitt sé að verða við þeirri kröfu því mikill munur sé á réttindum opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum vinnumarkaði.

„Réttindi opinberra starfsmanna eru miklu meiri heldur fólks á almennum vinnumarkaði, menn eiga miklu meiri veikindarétt, lengri orlofsrétt, og kennarar hafa miklu meiri yfirráð yfir sínum vinnutíma heldur en sérfræðingar á almennum vinnumarkaði,“ sagði Inga Rún í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun og er það haft eftir henni í netfrétt RÚV.

Meðallaun grunnskólakennara eru rúmlega 700 þúsund krónur í dag.

Verkföll eru boðuð í níu skólum 29. október, tíundi skólinn bætist við 11. nóvember og sá ellefti þann 25. nóvember.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Stjórnarþingmaður segir símabann í skólum gagnslaust – Borgarfulltrúi ekki sammála – „Jákvæðara að unglingar fari í göngutúr til að vera í símanum“

Stjórnarþingmaður segir símabann í skólum gagnslaust – Borgarfulltrúi ekki sammála – „Jákvæðara að unglingar fari í göngutúr til að vera í símanum“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“
Fréttir
Í gær

Baldur segir auknar líkur á að Bandaríkin taki yfir Grænland – „Ísland myndi blandast inn í þetta“

Baldur segir auknar líkur á að Bandaríkin taki yfir Grænland – „Ísland myndi blandast inn í þetta“
Fréttir
Í gær

Trump varar við og segir að þetta land gæti orðið næsta skotmark

Trump varar við og segir að þetta land gæti orðið næsta skotmark