fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Ummæli Einars ekki úr lausu lofti gripin: Veikindahlutfallið ríflega tvöfalt á við almennan vinnumarkað – Kennsluskylda með því minnsta sem þekkist

Ritstjórn DV
Mánudaginn 21. október 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umdeild ummæli sem Einar Þorsteinsson borgarstjóri lét falla á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga fyrr í þessum mánuði virðast hafa átt við einhver rök að styðjast. Þetta er mat Björns Brynjúlfs Björnssonar, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs, en ráðið tók saman gögn sem virðast styðja við þessar fullyrðingar hans.

Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag.

„Að kennararnir séu að biðja um að fá að vera minna með börnum, en eru samt veikari en nokkru sinni fyrr, kenna minna og einhvern veginn fleiri undirbúningstímar“.

Þetta voru ummælin sem Einar var harðlega gagnrýndur fyrir en þau féllu í tengslum við umræðu um fyrirhuguð verkföll kennara sem boðuð hafa verið frá 29. október næstkomandi.

Í Morgunblaðinu í dag segir Björn Brynjúlfur:

„Við tók­um sam­an helstu töl­fræði sem snýr að hag­kvæmni grunn­skóla­kerf­is­ins á Íslandi og töl­urn­ar sýna að áhyggj­ur borg­ar­stjóra voru ekki úr lausu lofti gripn­ar. Und­an­far­in ár og ára­tugi hef­ur kenn­ur­um og starfs­fólki skól­anna fjölgað hraðar en nem­end­um, kennslu­skylda ís­lenskra kenn­ara er með því lægsta sem þekk­ist inn­an OECD og veik­inda­hlut­fallið er ríf­lega tvö­falt á við það sem við sjá­um á al­menn­um vinnu­markaði.“

Bent er á það að aðeins í Grikklandi og Lúxemborg er fjöldi nemenda á kennara minni og aðeins í Lettlandi, Eistlandi og Póllandi er kennsluskylda íslenskra kennara minni. Þannig myndu þurfa að auka kennsluskylduna um nærri þriðjung til að ná meðaltali OECD.

Björn segir í Morgunblaðinu að íslenska menntakerfið virðist ekki standast alþjóðlegan samanburð og vanda grunnskólakerfisins verði eitt stærsta kosningamálið í komandi kosningum.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“