fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Fréttir

Nýnasistasamtök gera vart við sig á nýjan leik á Íslandi

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 21. október 2024 19:30

Samtökin festa bleðla á veggi. Myndir/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bleðlar frá norrænum nýnasistasamtökunum Norðurvígi hafa sést undanfarið á Akureyri, í strætisvögnum. Samtökin eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök í Bandaríkjunum og eru bönnuð í Finnlandi.

Hefur skapast umræða um þetta á samfélagsmiðlum og harma netverjar að þurfa sjá slíka miða þegar þeir eru í strætisvögnum. Aðrir segjast alltaf plokka þá af þegar þeir sjá þá.

Norðurvígi, sem kallast á ensku Nordic Resistance Movement, eru samtök sem voru stofnuð í Svíþjóð en hafa starfsemi á öllum Norðurlöndunum. Þau voru bönnuð í Finnlandi árið 2019 eftir að meðlimur samtakanna stakk 12 ára barn af erlendum uppruna í verslunarmiðstöð.

Sjá einnig:

Norðurvígi skilgreind sem hryðjuverkasamtök – Með starfsemi í Reykjavík og Akureyri

Hér á Íslandi hafa meðlimir dreift bleðlum og plaggötum og árið 2019 komu meðlimir frá Norðurlöndunum til þess að taka stöðu á Lækjartorgi við litla hrifningu borgarbúa.

Í sumar skilgreindu bandarísk stjórnvöld Norðurvígi sem hryðjuverkasamtök.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Forsætisráðuneytið sagt ekki hafa brotið á Ólöfu í faðernismáli Ásthildar Lóu

Forsætisráðuneytið sagt ekki hafa brotið á Ólöfu í faðernismáli Ásthildar Lóu
Fréttir
Í gær

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi harðorður í garð ráðamanna: „Kannski er ég dramatískur en guð minn góður, þetta er satt“

Bubbi harðorður í garð ráðamanna: „Kannski er ég dramatískur en guð minn góður, þetta er satt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar ljóstruðu óvart upp hernaðarleyndarmáli

Rússar ljóstruðu óvart upp hernaðarleyndarmáli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil drykkja og ólæti á fótboltaleik MR og Verzló – „Við viljum ekki að þetta endurtaki sig“

Mikil drykkja og ólæti á fótboltaleik MR og Verzló – „Við viljum ekki að þetta endurtaki sig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samkeppniseftirlitið bregst við hótunum banka um vaxtahækkanir – „Brot á samkeppnislögum geta varðað ströngum viðurlögum“

Samkeppniseftirlitið bregst við hótunum banka um vaxtahækkanir – „Brot á samkeppnislögum geta varðað ströngum viðurlögum“