Eldsvoði á unglingameðferðarheimilinu Stuðlum í gær er nú til rannsóknar hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. RÚV greinir frá þessu.
Sautján ára piltur lést í brunanum og starfsmaður slasaðist, en er ekki talinn í lífshættu.
Verið sé að taka skýrslur af öllum hlutaðeigandi og tæknideild er að störfum á vettvangi. Upptök eldsins liggia ekki fyrir og ekki er vitað hvort um íkveikju var að ræða.
Öllum börnum sem vistuð voru á Stuðlum hefur verið komið í öruggt skjól, til síns heima eða á Vog.
Í frétt RÚV kemur fram að verklag verði endurskoðað á Stuðlum í kjölfar brunans.