fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Þýskur leyniþjónustuforingi með alvarlega aðvörun – Rússar gætu ráðist á NATÓ fyrir 2030

Ritstjórn DV
Föstudaginn 18. október 2024 07:15

Rússneskir hermenn á hersýningu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki útilokað að innan fárra ára muni Rússland ráðast á NATÓ og því eins gott fyrir NATÓ að fara að undirbúa sig undir stríð.

Á þennan veg má túlka ummæli Bruno Kahl, yfirmanns þýsku leyniþjónustunnar. Hann segir að Rússar muni hugsanlega ráðast á NATÓ innan skamms.

„Í síðasta lagi við lok þessa áratugar verður rússneski herinn í standi til að ráðast á NATÓ,“ sagði hann að sögn JP Post þegar hann tók þátt í fundi þýskrar þingnefndar í Berlín á mánudaginn.

„Kreml lítur á Vesturlönd og þar með Þýskaland sem óvini,“ sagði hann einnig.

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hefur ítrekað hótað NATÓ stríði. Það gerði hann meðal annars í september þegar hann sagði að það jafngildi stríðsyfirlýsingu ef Úkraína fær heimild til að nota vestræn flugskeyti til árása á skotmörk í Rússlandi.

„Það mun þýða að NATÓ-ríkin, Bandaríkin og Evrópuríki, séu í stríði við Rússland. Ef það gerist, þá munum við taka viðeigandi ákvarðanir varðandi viðbrögð við ógninni sem steðjar að okkur,“ sagði Pútín þá að sögn CNN.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks