fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Óhugnanlegt ofbeldismál skekur Vopnafjörð – „Hann segir að rifflinum sé miðað að húsinu hennar“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 18. október 2024 09:00

Frá Vopnafirði. Myndin tengist ekki fréttinni beint. Mynd: DV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona frá Vopnafirði liggur þungt haldin á sjúkrahúsi á Akureyri eftir líkamsárás á heimili sínu snemma á miðvikudagskvöld. Meintur gerandi er fyrrverandi sambýlismaður konunnar en fólkið býr hvort á sínum sveitabæ skammt fyrir utan þorpið við Vopnafjörð.

Vitni sem var í sambandi við brotaþola eftir árásina segir að um manndrápstilraun hafi verið að ræða. Maðurinn hafi reynt að reka fyrrverandi sambýliskonu sína á hol með járnkarli en þegar það hafi ekki tekist hafi hann tekið hana kverkataki. Konan er sögð vera mikið marin á hálsi og hnakka eftir árásina og með varnarsár á höndum eftir manninn. Hún hafi legið meðvitundarlítil á skemmugólfinu þegar komið var að henni skömmu eftir árásina og sagt að maðurinn hafi reynt að drepa hana.

Maðurinn var handtekinn eftir árásina og yfirheyrður af lögreglunni á Egilsstöðum. Hann var látinn laus að lokinni yfirheyrslu. Lögregla lagði ekki fram kröfu um gæsluvarðhald þar sem hún telur að málið liggi ljóst fyrir.

„Hann kom sér fyrir í 300 metra fjarlægð frá henni, þar sem hann getur fylgst með henni. Hann segir að rifflinum sé miðað að húsinu hennar,“ hefur DV eftir aðila sem þekkir til málsins.

Árásin á miðvikudagskvöld er nýjasti kaflinn í langri ofbeldissögu sem sögð er hafa eitrað líf tveggja barna fólksins og valdið þeim miklum skaða.

Á sunnudagskvöld er maðurinn sagður hafa reynt að nauðga konunni á heimili hennar. Þrátt fyrir þá árás synjaði sýslumaðurinn á Egilsstöðum konunni um nálgunarbann. Var því borið við að atvikið væri ekki nógu alvarlegt til að réttlæta nálgunarbann.

Á mánudaginn, þ.e. daginn eftir árásina á sunnudag, er maðurinn sagður hafa orðið sér úti um skotvopn, nokkuð sem vekur mikinn óhug þeirra sem til hans þekkja. Maðurinn býr rétt hjá sveitabæ konunnar sem er enn ískyggilegra. „Hann kom sér fyrir í 300 metra fjarlægð frá henni og fylgist með henni þar. Hann segir að rifflinum sé miðað að húsinu hennar,“ segir aðili sem til þekkir í samtali við DV.

Konan er á fertugsaldri en maðurinn er á sextugsaldri. Fyrir um 15 árum var hann sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn unglingsstúlkum sem dvöldust á vistheimili þar sem hann starfaði. Á undanförnum misserum  hefur hann kærður til lögreglu fyrir líkamsárásir á Vopnafirði.

Meira um málið: Konan tjáir sig og fyrrverandi vinur mannsins lýsir skelfilegri árás – „Ég á kúbein“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“
Fréttir
Í gær

Öskrin í konunni reyndust á „heldur jákvæðari nótum“ en óttast var

Öskrin í konunni reyndust á „heldur jákvæðari nótum“ en óttast var
Fréttir
Í gær

Zelenskyy segir að hægt sé að senda erlendar hersveitir til Úkraínu áður en af NATÓ-aðild verður

Zelenskyy segir að hægt sé að senda erlendar hersveitir til Úkraínu áður en af NATÓ-aðild verður
Fréttir
Í gær

Ákeyrsla á bílastæði eyðilagði framtíðina sem hún stefndi að

Ákeyrsla á bílastæði eyðilagði framtíðina sem hún stefndi að
Fréttir
Í gær

Sigurður Fannar ákærður fyrir morð á dóttur sinni

Sigurður Fannar ákærður fyrir morð á dóttur sinni