fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fréttir

Sólveig Anna ekki sátt við fréttaflutning og lygar Elvars – „Vel gert, Vísir, litla krútt“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 13. október 2024 10:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður verkalýðsfélagsins Eflingar, er allt annað en kát með fréttaflutning Vísis af gjaldþroti veitingahússins Ítalíu. Í umfjöllun miðilsins í vikulok fékk Elvar Ingimarsson, eigandi staðarins, að halda því óáreittur fram að það hefðu verið mótmælaaðgerðir Eflingar sem hefðu verið banabiti Ítalgests ehf., rekstrarfélags veitingastaðarins.

„Þegar gögnin koma upp á yfirborðið sem sýna hvernig þetta mál er búið að vera, þá sér það hver heilvita maður að þessi árás var gjörsamlega skot út í loftið. Og þessi aðför með ólíkindum,“ sagði Elvar í áðurnefndri umfjöllun.

Sé hins vegar auglýsingin um gjaldþrotið í Lögbirtingablaðinu skoðuð sést að frestsdagur er 5.september sem samkvæmt lögum telst vera „sá dagur sem héraðsdómara berst beiðni um heimild til greiðslustöðvunar eða til að leita nauðasamnings eða krafa um gjaldþrotaskipti,“

Krafan um gjaldþrotaskiptin barst þann 5. september

Mótmæli Eflingar fyrir framan veitingastaðinn hófust hins vegar ekki fyrr en 12. september, viku eftir að krafa um gjaldþrotaskipti leit dagsins ljós.

Eins og áður segir var Sólveig Anna ekki hrifinn af því að Elvar hafi fengið að halda fram þessum lygum og hún hæddist að fréttastofunni og skaut föstum skotum að Elvari i færslu á Facebook-síðu sinni.

„Vel gert, Vísir, litla krútt. Félög í Eigu Elvars Ingimarssona eru í vanskilum við skattinn upp á tæpar 50 milljónir. Vanskilin við lífeyrissjóðinn Gildi eru rúmar 12 milljónir. Til viðbótar ýmis önnur vanskil. En auðvitað eru það aðgerðir Eflingar sem orsökuðu gjaldþrotið. Skamm vonda Efling að koma í veg fyrir að heiðvirðir viðskiptamenn geri upp við skattinn og Gildi, það er ekki ofsögum sagt af illkvitni þinni og andstyggilegheitum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu