fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Ætlaði að smygla fágætum skjaldbökum á kajakbát yfir landamærin – Gæti átt þungan dóm yfir höfði sér

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 12. október 2024 21:00

Lake Wallace og öskjubökurnar sem um ræðir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínversk kona, Wan Yee Ng, að nafni var handtekin sumar í Vermont fylki í Bandaríkjunum eftir að uppgötvaðist um óvenjulegt smygl. Hafði hún reynt að smygla fágætum skjaldbökum úr landi á kajak.

Ng, sem er 41 árs að aldri, var gómuð þann 28. júní í Airbnb íbúð í bænum Canaan eins og sagt er frá í frétt AP um málið. Þá var hún á leiðinni að fara í uppblásinn kajak bát á stöðuvatnið Lake Wallace og var með stóran töskupoka með sér eins og segir í skýrslu landamæraeftirlitsins.

En hin kínverska kona var ekki ein í þessu ráðabruggi. Höfðu lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum fengið fregnir af því frá kollegum sínum norðan landamæranna í Kanada að hefðu haldið af stað á uppblásnum bát, Kanadamegin á vatninu, í átt að Bandaríkjunum. Var annar mannanna talinn vera eiginmaður Ng.

Pakkaðar inn í sokka

Þegar töskupokinn var opnaður komu í ljós 29 lifandi skjaldbökur af fágætri tegund. Það er svokallaðar Karólínuöskjubökur (Terrapene carolina). Hvar hver þeirra pökkuð inn í tausokk. Var Ng ekki með nein tilskilin leyfi til þess að flytja skjaldbökurnar yfir landamærin.

Í skjölum málsins kemur fram að hver Karólínuöskjubaka er mjög verðmæt í Kína. Gangverðið á svarta markaðinum þar í landi er í kringum þúsund Bandaríkjadollara, eða rúmlega 137 þúsund krónur. Heildarverðmætið var því í kringum 4 milljónir króna.

Farsími Ng var haldlagður og í samskiptaforritum á símanum kom í ljós að hún hefði áformað að smygla skjaldbökunum til Kanada til að það væri síðan hægt að flytja þær til Hong Kong til að selja þær. Ng er frá Hong Kong en búsett í Kanada.

Játaði glæp sinn

Í gær, föstudaginn 11. október, játaði Ng glæp sinn fyrir dómara í bænum Burlington. Dómsuppkvaðning verður þann 13. desember. Gæti hún átt yfir höfði sér allt að 10 ára fangelsisdóm og 250 þúsund dollara sekt, eða rúmlega 34 milljónir króna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fékk þungan dóm fyrir að skjóta 3 vikna dóttur sína til bana með lásboga

Fékk þungan dóm fyrir að skjóta 3 vikna dóttur sína til bana með lásboga
Fréttir
Í gær

Jónas Már segir kolröng skilaboð send til barna – „Ekki minnist ég að hafa séð svona skilti í minni æsku“

Jónas Már segir kolröng skilaboð send til barna – „Ekki minnist ég að hafa séð svona skilti í minni æsku“
Fréttir
Í gær

Íslenskar konur komu hinni pólsku Aleksöndru á óvart – „Ég þekki konu sem á fimm börn með mismunandi mönnum og það angrar ekki neinn“

Íslenskar konur komu hinni pólsku Aleksöndru á óvart – „Ég þekki konu sem á fimm börn með mismunandi mönnum og það angrar ekki neinn“
Fréttir
Í gær

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gunnar fyrirgaf morðingja móður sinnar – „Var nýbúin að segja mér að hún væri bara reiðubúin að fara“

Gunnar fyrirgaf morðingja móður sinnar – „Var nýbúin að segja mér að hún væri bara reiðubúin að fara“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmæla sölu félagsheimilisins Hnitbjarga – Tvöfaldur íbúafjöldinn skrifað undir undirskriftalista á einum degi

Mótmæla sölu félagsheimilisins Hnitbjarga – Tvöfaldur íbúafjöldinn skrifað undir undirskriftalista á einum degi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi