fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fréttir

Er ríkisstjórnin að springa? Segir að Bjarni gæti freistast til að boða til kosninga á næstu dögum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 11. október 2024 12:31

Bjarni Benediktsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gríðarleg ólga er innan ríkisstjórnarinnar og miðað við yfirlýsingar ráðherra hennar eftir ríkisstjórnarfund í morgun virðist hún ekki vera að fara minnkandi.

Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans og fyrrverandi borgarfulltrúi, segir að samkvæmt heimildum megi allt eins búast við því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra freisti þess á næstu dögum að boða til kosninga sem yrðu þá í lok nóvember næstkomandi.

Ríkisstjórnin kom saman til fundar í morgun og að lokum honum ræddu ráðherrar við fjölmiðla.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði við mbl.is að ríkisstjórnarflokkarnir deili ekki sameiginlegri sýn á framtíðina og þeir geri sér grein fyrir því að stjórnin er í brekku. Þegar hann var spurður hvort við værum á síðustu dögum þessarar ríkisstjórnar sagðist Bjarni vera í ríkisstjórninni af fullum krafti þangað til hann er ekki lengur í henni.

„Ég er aldrei að svífa inn til lend­ing­ar fyrr en að ég segi stopp. Við vor­um að klára rík­is­stjórn­ar­fund og ég er í verk­efn­un­um þangað til að ég er ekki leng­ur í verk­efn­un­um,“ sagði Bjarni við vef Morgunblaðsins.

Svandís Svavarsdóttir, formaður VG, sagði við mbl.is að staðan væri þung og flókin en allir væru sammála um mikilvægi þess að vinna saman. Þá sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, að flokkurinn sé alltaf tilbúinn í kosningar. Hann gaf þó engin skýr svör um það hvort hann teldi að ríkisstjórnin myndi halda út veturinn.

„Við erum með sátt­mála og við vit­um hve langt kjör­tíma­bilið er. Það er bara verk­efni okk­ar og rík­is­stjórn­ar­inn­ar og odd­vita. Það sam­tal er að eiga sér stað,“ sagði Sigurður Ingi.

Björn Ingi skrifaði pistil um stöðu mála sem birtist á vef Viljans í gærkvöldi og í honum sagði hann að brugðið gæti til beggja vona í ríkisstjórnarsamstarfinu á næstu dögum.

Færi svo að boðað yrði til kosninga á næstu dögum sé ljóst að ekki muni gefast tími til að halda landsfund Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningar eins og stefnt hafði verið að. Bjarni myndi þá áfram leiða flokkinn þrátt fyrir erfiða stöðu flokksins í skoðanakönnunum.

Þá segir Björn Ingi í pistlinum að hvorki Viðreisn né Miðflokkurinn séu til í að ganga til liðs við laskaða ríkisstjórnina í stað VG.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Garner aftur til United?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“