fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Tímamótadómur í Hæstarétti – „Búið sé að gera öll bílastæði í landinu gjaldfrjáls fyrir þá sem eru á bílaleigubílum“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 9. október 2024 21:00

Dómurinn hefur mikil áhrif á rekstur bílastæða á öllu landinu. Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brimborg ehf, sem rekur bílaleigu, þarf ekki að greiða Rekstrarfélagi Hafnartorgs stöðugjöld leigutaka sinna í bílastæðahúsinu við Hafnartorg samkvæmt dómi Hæstaréttar. Ráðgjafinn og samfélagsrýnirinn Marinó G. Njálsson segir merkilegt að bílaleigur geti gert leigutökum kleift að komast hjá greiðslu gjalda sem aðrir þurfi að greiða.

Rekstrarfélagið höfðaði málið vegna 22 skipta um mitt árið 2019 sem viðskiptavinir bílaleigunnar keyrðu burt úr bílastæðahúsinu án þess að borga. Samanlagður kostnaður var rúmlega 52 þúsund krónur. Það er gjald samkvæmd gjaldskrá og 1.800 króna innheimtugjald.

Rekstrarfélag Hafnartorgs hafði aðeins bílnúmerin undir höndum en ekki nöfn ökumannanna. Nöfnin vildi Brimborg ekki gefa upp og bar fyrir sig trúnað. Vildi bílaleigan meina að henni bæri ekki að greiða rukkanirnar vegna skilmála sinna.

„Í grein 17 í samningsskilmálum stefnda kemur fram að leigutaki sé ábyrgur fyrir öllum stöðusektum, stöðugjöldum, sektum fyrir umferðarlagabrot, veggjöldum, þar á meðal gjöldum fyrir akstur í gegnum göng, eða öðrum sambærilegum sektum og gjöldum. Skuli leigutaki greiða öll gjöld og sektir ásamt umsýslugjaldi samkvæmt gjaldskrá eiganda,“ segir í dóminum.

Töldu dómarar að Brimborg hefði ekki skuldbundið sig til þess að greiða rukkanirnar þó að fyrirtækið hafi neitað að afhenda upplýsingar um ökumennina. Svæðið væri vel merkt og ökumennirnir hafi mátt vita að þeir væru sjálfir að stofna til viðskipta við bílastæðahúsið.

Þurfi að setja upp tvær slár í bílastæðahúsum

Um þennan dóm skrifar Marinó G. Njálsson á samfélagsmiðla og er ómyrkur í máli. Bregðast þurfi við dóminum til að geta innheimt gjöldin.

„Mér sýnist sem búið sé að gera öll bílastæði í landinu gjaldfrjáls fyrir þá sem eru á bílaleigubílum,“ segir Marinó. „Samkvæmt dómi Hæstaréttar, þá þurfa bílaleigur ekki að standa skil á ógreiddum bílastæðagjöldum leigutaka bílaleigubíla. Þetta hlýtur að eiga við öll bílastæði, alls staðar á landinu.“

Marinó G. Njálsson

Segir Marinó merkilegt að bílaleiga geti í samningsskilmálum sínum gert leigutökum kleift að komast hjá greiðslu gjalda sem aðrir þurfi að greiða. Bílaleigan megi afhenda upplýsingar um leigutaka sinn en hún muni nú einfaldlega hunsa rukkunina.

„Eina leiðin til að koma í veg fyrir að sumir sleppi við að greiða, er að setja upp slá, helst tvær, við útakstursleið af bílastæði og hleypa engum út nema viðkomandi hafi fyrst greitt fyrir þjónustuna,“ segir hann. „Hvers vegna tvær? Svo engum, sem ekki er búinn að borga, detti í hug að fljóta með þeim sem greiddi samviskusamlega. Svona fyrirkomulag er víða úti í heimi.“

Bílaleigur án ábyrgðar

Annar samfélagsrýnir, Ólafur Hauksson, almannatengill og fyrrverandi blaðamaður, leggur einnig orð í belg um þennan tímamótadóm.

Ólafur Hauksson

„Mjög svo áhugaverður dómur,“ segir Ólafur. „Ef ég skil hann rétt er ekki hægt að gera bílaleigur ábyrgar fyrir neinum útgjöldum þriðja aðila sem leigutakar skapa, þar á meðal bílastæðagjöldum, gangagjöldum og hraðasektum, jafnvel þó bílaleigurnar áskilji sér rétt til að rukka leigutakana eftir á ef slíkar kröfur berast þeim sem eigendum bílanna.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum