fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Ragnar Þór sakar Seðlabankann um hræsni og gerir sláandi samanburð – „Þetta er auðvitað allt okkur að kenna“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 3. október 2024 11:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það skjóta skökku við að Seðlabankinn hafi ráðist í viðamiklar breytingar á höfuðstöðvum sínum á sama tíma og almenningur hvar hvattur til að draga úr eyðslu. Nú sé kostnaður við þessar breytingar kominn yfir 3 milljarða og endanlegur kostnaður liggur enn ekki fyrir.

Ragnar Þór bendir á þetta á Facebook þar sem hann setur þennan mikla kostnað Seðlabankans í samhengi.

„Í frétt Vísis í desember 2022 var vitnað í viðtöl við Sendibílastjóra sem þóttu þetta skjóta skökku við; Ásgeir vildi með stýrivaxtahækkuninni skikka fólk til þess að spara, hætta óráðsíu og sukkinu, táslumyndir frá Tene virtust eitur í beinum seðlabankastjóra en á sama tíma voru þeir að burðast með húsgögn fyrir milljónir í Seðlabankabygginguna?!

Í dag fann ég flugfargjald á Dohop, fram og til baka, til Tenerife á 31.576 kr. Sem þýðir að kostnaður við breytingar á Seðlabankanum, á tímum aðhalds og kröfu um niðurskurð, jafngildir því að hægt væri að flytja 98.809 Íslendinga, fram og til baka, til að smella af sér táslumynd og senda Seðlabankastjóra.

Þetta er auðvitað allt okkur að kenna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“
Fréttir
Í gær

Handtekinn eftir húsbrot og líkamsárás

Handtekinn eftir húsbrot og líkamsárás