fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Fréttir

Var löghlýðinn borgari á Íslandi í tíu ár þar til hann ákvað að fremja stórfellt brot

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 26. september 2024 13:18

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega þrítugur erlendur maður, sem búið hefur á Íslandi í tíu ár, var í dag fundinn sekur um stórfellt fíkniefnabrot og dæmdur í tveggja ára og átta mánaða fangelsi. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness.

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa flutt inn til landsins rétt rúmlega tvö kíló af kókaíni. Efnin voru falin í farangurstösku mannsins en hann kom með flugi frá Þýskalandi til Keflavíkurflugvallar þann 28. október árið 2023.

Maðurinn játaði sök samkvæmt ákæru. Hann sagðist ekki hafa fjármagnað kaupin á fíkniefnunum en gegnt hlutverki burðardýrs. Hann greindi frá því að hann hefði búið á Íslandi í tíu ár og væri í fastri vinnu. Hann hefði aldrei komist í kast við lögin áður fyrir utan eitt umferðarlagabrot, en því lauk með dómsátt og sektargreiðslu.

Maður sagðist iðrast þess mjög að hafa látið tilleiðast að taka þátt í innflutningi fíkniefnanna.

Dóminn má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári